Andvari - 01.01.1999, Side 35
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
33
og ganga ekki að því sem vísu að ein tegund af heimildum hefði ver-
ið notuð fremur en aðrar. Þessari aðferð er fyrst skipulega lýst í riti
Einars Ólafs Um Njálu og jafnframt fylgt þar eftir af meiri þunga og
með meiri fjölda dæma en nokkru sinni áður hafði komið framr'
Niðurstöður eru m.a. þær að augljóst sé að höfundur Njáls sögu hafi
stundum stuðst beint við glataðar ritheimildir, svo sem eins og
*Kristni þátt, *Brjáns sögu og *Ættartölur (með einhverjum fróðleik
um einstaklinga). Þar að auki gerir Einar Ólafur ráð fyrir að höf-
undur Njálu hafi stuðst við og verið undir beinum og óbeinum áhrif-
um frá öðrum tegundum bókmennta, svo sem riddarasögum og
helgisögum, en þó umfram allt frá íslendingasögum sem hann hafi
þekkt, allmörgum sem varðveist hafa og öðrum sem séu glataðar.
Þetta viðfangsefni var Einari Ólafi áfram hugleikið, og hann endur-
skoðar hugmyndir sínar um heimildir Njálu í formála útgáfunnar
1954, og aðferðafræðina ræðir hann og fágar í riti sem upphaflega
kom út á ensku 1958, Dating the Icelandic Sagas. An essay in method,
en síðar í aukinni íslenskri gerð 1965 sem nefnist Ritunartími íslend-
ingasagna. Rök og rannsóknaraðferð.
Þótt mikið kapp sé í höfundi ritsins Um Njálu að leiða fræðileg og
traust rök að niðurstöðum sínum og bæta þannig um verk fyrri
manna, leynir sér ekki þegar verkið er nú lesið úr allmikilli fjarlægð
að nokkur einsýni háir honum eða oftrú á aðferð sína, þótt oft séu
varnaglar slegnir. Þannig er einatt óvíst að tilvist þeirra glötuðu
bóksagna, sem höfundur gerir ráð fyrir, sé sennilegri en tilvist munn-
legra sagna um sömu efni og önnur. Þar sem rakin eru áhrif frá varð-
veittum sögum reynist efnið oftast mjög afsleppt, enda hefur Einar
dregið allmikið í land í formálanum rösklega tuttugu árum síðar, en
hefur þá að sama skapi fjölgað hinum glötuðu sögum.--
Þrátt fyrir það sem finna má að bókinni Um Njálu, einkum það að
höfundur fari offari í röksemdafærslu sinni fyrir rittengslum, er ritið
fullt af mjög skarplegum og ágætum athugasemdum um söguna og
helstu listræn sérkenni hennar. Þau gerði hann síðar að sérstöku við-
langsefni í riti sínu Á Njálsbúð. Bók um mikið listaverk (1943). í
upphafskafla, sem nefnist Ræturnar, er tekið saman efni af því tagi
sem einkum er glímt við í Um Njálu, en eftir það tekur við bók-
uienntagreining í köflum um listaverkið, mannlýsingar, sérstökum
köflum um Hallgerði, Skarphéðin og Njál, og loks í kafla sem nefnist
Lífsskoðanir. Hér má glöggt sjá áherslu á að kanna verkið sjálft, gerð