Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 30

Andvari - 01.01.1999, Side 30
28 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI islega játa, að ég er trúaður á, að uppruni og ferill margra ævintýra verði um aldur og ævi óráðin gáta. (Um íslenzkar þjóðsögur, 36-37). Rétt er að gefa því gaum að Einar Ólafur lætur ekki í ljós neina gagnrýni á meginmarkmið hinna finnsku og finnskættuðu rannsókna, að reyna að finna uppruna og feril ævintýra og ævintýraminna í tíma og rúmi, en hann er vantrúaður á að hægt sé að ná þessum mark- miðum, og athugasemdin um að sögur hafi getað þróast til fullkomn- ara forms en þær höfðu í öndverðu sýnir trú hans á sköpunarmátt þeirra sem varðveittu og fluttu þjóðfræðaefni; það er viðhorf sem hlýtur að beina athyglinni að nokkru frá þeirri leit að frummynd, sem var megineinkenni finnska skólans, að varðveittum sagna- eða ævintýragerðum og hlutverki þeirra í lífi karla og kvenna sem þær sögðu. Jafnframt er rétt að gefa gaum vantrú hans á að sögur hafi í upphafi verið rökrétt og samfelld heild (sem var t.d. ævinlega álit Finns Jónssonar og fleiri samtímamanna hans). Könnun á lifandi lífi þjóðfræða, sem stöðugt felur í sér möguleika til endursköpunar, er einmitt stefna sem þjóðsagnafræðin var að taka á þeim tíma sem Um íslenzkar þjóðsögur varð til. Pótt svo sé er það vitaskuld augljóst að áhugi Einars á þjóðfræðum beinist að sögu og sögulegu samhengi og einkennist af raunhyggju; þjóðsagnafræðin er honum þáttur menn- ingarsögu, og hann hyggur að hinu einstaka og uppruna þess engu síður en hinu almenna; setur raunar sjaldan fram alhæfingu án þess að geta fyrirvara eða undantekninga." Hann gefur í raun sjaldan mikinn gaum að því hvernig þýðing sagna og hlutverk breytist frá einni öld til annarrar,12 en kannar rækilega feril efnisins milli ólíkra sviða menningarinnar og frá einu verki til annars: hlut ævintýra í myndun skrifaðra sagna og hlut skrifaðra sagna í varðveislu og miðl- un efnis til þeirra sem sögðu sögur og ævintýri. Þessa víxlverkun ger- ir hann að umtalsefni þegar í upphafi inngangs síns að Verzeichnis is- landischer Mdrchenvarianten, og hún kemur líka skýrt fram í meist- araprófsritgerðinni um jötna í íslenskum bókmenntum fyrr og síðar (1928). Ferðalag efnis fram og aftur milli skráðra bókmennta og munnlegrar geymdar er raunar rannsóknarefni í fjölmörgum verkum Einars Ölafs, allt fram til þess er hann ritaði inngangsritgerð Viktors sögu ok Blávus, sem birtist 1964. Sú ritgerð er að vissu leyti framhald af inngangsritgerð Verzeichnis, og sama má segja um ritgerðirnar um Grógaldur og Fjölsvinnsmál og um Herra Valven í Löng er för 1975.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.