Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 36
34
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
þess og merkingu, fremur en leggja megináherslu á uppruna ein-
stakra þátta. A þessum tíma var svo kölluð nýrýni í mikilli sókn í há-
skólum í enskumælandi heimi og svipaðar áherslubreytingar víðar,
og er ekki ólíklegt að þær hræringar hafi haft áhrif á Einar Ólaf.
I kaflanum um Listaverkið er í upphafi alllöng umræða um bók-
menntarýni sem í sjálfu sér varpar fróðlegu ljósi á viðhorf Einars
Ólafs. Að sumu leyti mætti ætla að um sjálfsgagnrýni væri að ræða,
eða a.m.k. yfirlýsingu um hve takmarkað hið fyrra verkefni hefði
verið. Par segir, m.a.:
Síðustu öldina hafa menn lagt mikið kapp á að sýna, í hve ríkum mæli öll
listaverk eru hold af holdi og blóð af blóði höfundar síns . . . Eða menn hafa
lagt kapp á að sýna fyrirmyndir og heimildir . . . Þetta er genetiska sjónar-
miðið, upprunasjónarmiðið . . . Þessar uppruna-rannsóknir vísindamanna á
listaverkum geta verið ágætar og eru sjálfsagðar í bókmenntasögunni. En
Goethes Faust væru ekki gerð full skil, þó að gerð væri grein fyrir uppruna
hans . . . Og það 6r auðskilið mál, að því minna sem um höfundinn er vitað
eða því minna sem um heimildir og fyrirmyndir er vitað, því minna gildi hef-
ur upprunasjónarmiðið til skilnings á sjálfu verkinu. . . . Listaverkið hefur
sjálfstæða tilvist, jafnskjótt og það er orðið til, eins og barn gagnvart föður
. . . Það er með öðrum orðum spurt um, hvað listaverkið er, en ekki hitt, af
hvaða rótum það er runnið. Og það þarf engum orðum að því að eyða, að
það hlýtur að vera fyrsta hlutverk allrar bókmenntarýni að reyna að öðlast
skilning á þessum ágætum sjálfs verksins. Og ef út í það er farið: líka síðasta
hlutverk hennar, því að rannsókn á heimildum, rannsókn á uppruna verksins
í huga höfundarins gerir ekki þeim efnum full skil, nema gerð sé grein fyrir,
hvað úr þessu verður í listaverkinu (30-31).
Það kemur skýrt fram í þessum hugleiðingum Einars Ólafs að hann
telur meginatriði bókmenntarýninnar vera að rýna í verkið sjálft og
greina sem gleggst hvað raunverulega sé í því. Þar virðist hann gera
ráð fyrir býsna föstum kjarna, og viðmið túlkunarinnar er að finna
höfundarætlunina, sem svo hefur verið kölluð. Erfitt er þó að standa
hann beinlínis að svo kallaðri ‘ætlunarvillu’ - þ. e. þeirri hugmynd að
hægt sé að meta ætlun höfundar eftir öðru en verkinu sjálfu - enda
er bæði hjá honum og fleiri bókmenntarýnendum oft erfitt að skera
úr hvort verið er að leita að ætlunum höfundar utan verksins eða
hvort það sem segir um höfund er einkum aðferð til að lýsa því sjálfi
sem höfundur leggur inn í textann, eins konar myndhverfing:
. . .sagan ber með sér, að höfundurinn hefur sýn yfir allan hinn kristna heim.
Hann er svo stórhuga um efni, að það mundi sliga hverja sögu aðra, og hann