Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2002, Side 11

Andvari - 01.01.2002, Side 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 unarhátt hennar og lífsskilyrði. Skáldið sem nærir fegurðarþrá lesandans og eykur honum skilning og innsýn í manneðlið bætir líf sinnar samtíðar. Stjórn- málamaður sem af heilum hug vill vinna að því að efla jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu gerir það sama. Við lifum nú á öðrum tíma en þeim sem mót- aði Halldór Laxness og Einar Olgeirsson, og þeir áttu ríkan þátt í að móta. Ahrif stjórnmálamanna hafa dvínað, æ fleiri komast að þeirri niðurstöðu að litlu skipti hvaða fulltrúa þeir kjósa til að fara með vald sitt. Stefna allra sé áþekk og svo séu það hvort eð er „fjármagnseigendur“ sem ráði ferðinni. Samtímis rýma áhrif bókmenntanna, skáldin keppast við að vekja á sér athygli í fjölmiðlum, en verk þeirra verða í hæsta lagi til stundargamans, hræra hvorki tilfinningalíf né hugsun fólks til lengdar. Hvað er þá eftir? Er nútímamaðurinn aðeins sinnulaus neytandi eins og markaðshyggjan vill gera hann? Munum við horfa upp á það á tuttugustu og fyrstu öldinni að bilið milli manna stækki æ meir? Hryðjuverkin í Bandaríkj- unum gefa til kynna að stoðir hinna ríku þjóðfélaga Vesturlanda, sem hvíla ekki síst á svita og blóði þriðja heimsins, séu ótraustari en við héldum. Og þau gefa til kynna að hatrið til drottnarans logar glatt, svo mjög að menn eru jafnvel fúsir að fórna lífinu til að greiða honum sem þyngst högg. Og upp úr þessu sprettur angist og öryggisleysi sem hefur komið svo greinilega í ljós í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001. Við kippum okkur ekki upp við hátíðlegt hugsjónatal. Við föllum ekki lengur í stafi fyrir mælskulist líkt og þeirri sem Halldór Kiljan Laxness beitti í Alþýðubókinni árið 1929: „Maðurinn er fagnaðarboðskapur hinnar nýu menníngar, maðurinn sem hin fullkomnasta líffræðileg tegund, maðurinn sem félagsleg einíng, maðurinn sem lífstákn og hugsjón, hinn eini sanni maður, - Þú.“ Svipaðan boðskap má lesa í ýmsum ritgerðum Einars Olgeirs- sonar. Ef sú glóð slokknar sem felst í orðum þessara manna og ýmissa ann- arra sem þeim voru samtíða - þótt ágreiningur væri um pólitískar leiðir - þá er líf okkar orðið andlega fátækt. Þá er líklega ekki annað eftir en sú „Fjóstrú“ sem Grímur Thomsen lýsti svo vel á seinni hluta nítjándu aldar: Verst er af öllu villan sú, vonar og kærleikslaust á engu að hafa æðra trú, en allt í heimi traust, fyrir sálina að setja lás, en safna magakeis, og á vel tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis. Gunnar Stefánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.