Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 23

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 23
ANDVARI EINAR OLGEIRSSON 21 Höfn. Þeir félagarnir settu sig þá í samband við gamlan skólabróður sinn úr menntaskólanum, Kristin Guðmundsson, sem var við hag- fræðinám í Kiel, og lögðu til við hann, að þeir færu allir þrír til náms í Berlín. Varð það að ráði. Vissu þeir, að ódýrt væri fyrir útlendinga að lifa í Þýskalandi sökum stöðugt rýrnandi verðgildis þýska marksins.1) Osigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri hafði skapað byltingar- ástand í Þýskalandi.2) Keisarinn flúði land, en lýst var yfir stofnun lýðveldis undir forystu sósíaldemókrata og miðflokkanna. í janúar 1919 freistuðu liðsmenn hins nýstofnaða Kommúnistaflokks þess að gera byltingu í anda bolsévika. Forysta sósíaldemókrata gerði banda- Hg við yfirstjórn hersins um að brjóta þessa byltingartilraun á bak aftur. I þeim átökum voru leiðtogar kommúnista, þau Karl Liebknecht °g Rósa Luxemburg, myrt á hrottafenginn hátt. Segja má, að eftir þessa atburði hafi ekki gróið um heilt milli sósíaldemókrata og komm- unista í Þýskalandi, fyrr en þá í fangabúðum Hitlers. Weimarlýðveldið var formlega stofnað sumarið 1919. Það stóð þó ekki styrkum fótum, enda stofnað í óþökk verulegs hluta þýsku þjóð- arinnar og að því sótt frá hægri og vinstri. Ekki bætti úr skák bágborið efnahagsástand og vaxandi verðbólga næstu árin ásamt stirðri sambúð Vlð umheiminn vegna ágreinings um skaðabótagreiðslur Þjóðverja eftir styrjöldina. Þó keyrði fyrst um þverbak eftir hemám Frakka og ^elga á Ruhrhéraði í ársbyrjun 1923 vegna meintra vanefnda Þjóð- Verja á skaðabótagreiðslum. Stjórnvöld, atvinnurekendur og verka- •^enn í héraðinu brugðust við með algerri samstarfssynjun við her- námsliðið og til að fjármagna andófið þurfti að auka snúningshraða Seðlaprentvélanna um allan helming. Af því leiddi algert gengishrun Þýska marksins þegar leið á árið 1923. Óðaverðbólgan þurrkaði út skuldir skuldakónganna, brenndi upp til agna sparifé iðjusamrar milli- stéttar og kom þorra verkalýðs á vonarvöl. Margir sultu heilu hungri °g dóu jafnvel úr næringarskorti.3) Af öllu þessu spratt nýtt byltingar- ástand í landinu. Hér að framan hefur verið brugðið upp mynd af þeim aðstæðum, Sern hinir ungu íslensku námsmenn í Berlín gengu inn í og urðu hluti ak Þarna voru að gerast heimssögulegir atburðir, sem þeir urðu vitni að °g með nokkrum hætti þátttakendur í og gefur augaleið, að þessar aðstæður hafa orkað sterkt á hugi þeirra. Við komuna til Berlínar haustið 1921 leigðu þeir félagamir, Einar, ^kristinn og Stefán, sér gott herbergi og bjuggu þar saman fyrsta kastið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.