Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2002, Page 60

Andvari - 01.01.2002, Page 60
58 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI inn, einkum í Reykjavík. Þar meira en tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt, hlaut 2742 atkvæði, og hlutfallstala fylgis hans hækkaði úr 6,9% 1934 í 15,2%. Einar flaug því inn á þing, og í kjölfar hans sigldu tveir upp- bótarþingmenn, þeir Brynjólfur Bjarnason í Reykjavík og ísleifur Högnason í Vestmannaeyjum. Samtals hlaut KFI 4932 atkvæði eða 8,5% atkvæða móti 6,0% áður.6) Þessi úrslit breyttu í einni svipan pólitísku landslagi á vinstri væng íslenskra stjórnmála og þess var ekki langt að bíða, að það hefði sín áhrif. A fundi í Dagsbrún hinn 15. júlí lögðu kommúnistar fram tillögu, þar sem hvatt var til samvinnu Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins. Þá gerðist það, öllum að óvörum, að Héðinn Valdimarsson, varaformaður Alþýðuflokksins, lagði fram breytingartillögu þess efnis, að hafnar yrðu viðræður um tafarlausa sameiningu flokkanna, og var hún samþykkt einróma. Þótt hér væri boðuð önnur aðferðafræði en kommúnistar höfðu lagt til, studdu þeir tillöguna, því að þeir töldu afar mikilvægt að fá samþykkt sem þessa frá sterkasta verkalýðsfélagi landsins og sjálfum varaformanni Alþýðuflokksins. Hvatir Héðins fyrir tillöguflutningnum virðast hafa verið tvíþættar: Annars vegar var hann orðinn langþreyttur á samstarfinu við framsóknarmenn, en hins vegar var honum sem helsta verkalýðsleiðtoga Alþýðuflokksins ljóst, að fjarað gæti ört undan áhrifum og valdastöðu flokksins í verkalýðshreyfingunni að óbreyttu. Stofnun sameinaðs sósíalista- flokks yrði til þess að efla samstöðu og styrk verkalýðshreyfingarinnar, og slrkur flokkur ætti að geta haft yfirhöndina í samskiptunum við Framsóknarflokkinn. Með Dagsbrúnarsamþykktinni hófst það ferli, sem að lokum leiddi til stofnunar Sameiningarflokks alþýðu - Sósíal- istaflokksins haustið 1938. Hér eru engin tök á að rekja þá sögu nákvæmlega, en drepið skal þó á nokkur atriði.7) Ljóst var frá upphafi, að flestir forystumenn Alþýðuflokksins voru andvígir sameiningu, nema á þeim grundvelli, að KFI yrði lagður niður og félagar hans gengju í Alþýðuflokkinn lítt breyttan. Kommúnistar höfðu verið þeirrar skoðunar, að hugsanleg sameining ætti að vera ávöxtur af nánu skipulagsbundnu samstarfi flokkanna. Því voru þeir hikandi í upphafi viðræðnanna, og greinilega nokkrar vomur á þeim að leggja niður flokk sinn, sem nýbúinn var að sanna sig í kosningum. Sú afstaða þeirra átti þó eftir að breytast. Það gerðist í kjölfar viðræðna, sem for- maður flokksins, Brynjólfur Bjarnason, átti við forystu Kominterns í Moskvu síðsumars 1937, meðan fyrsta viðræðulota flokkanna stóð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.