Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 60
58
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
inn, einkum í Reykjavík. Þar meira en tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt,
hlaut 2742 atkvæði, og hlutfallstala fylgis hans hækkaði úr 6,9% 1934
í 15,2%. Einar flaug því inn á þing, og í kjölfar hans sigldu tveir upp-
bótarþingmenn, þeir Brynjólfur Bjarnason í Reykjavík og ísleifur
Högnason í Vestmannaeyjum. Samtals hlaut KFI 4932 atkvæði eða
8,5% atkvæða móti 6,0% áður.6) Þessi úrslit breyttu í einni svipan
pólitísku landslagi á vinstri væng íslenskra stjórnmála og þess var ekki
langt að bíða, að það hefði sín áhrif.
A fundi í Dagsbrún hinn 15. júlí lögðu kommúnistar fram tillögu,
þar sem hvatt var til samvinnu Alþýðuflokksins og Kommúnista-
flokksins. Þá gerðist það, öllum að óvörum, að Héðinn Valdimarsson,
varaformaður Alþýðuflokksins, lagði fram breytingartillögu þess efnis,
að hafnar yrðu viðræður um tafarlausa sameiningu flokkanna, og var
hún samþykkt einróma. Þótt hér væri boðuð önnur aðferðafræði en
kommúnistar höfðu lagt til, studdu þeir tillöguna, því að þeir töldu afar
mikilvægt að fá samþykkt sem þessa frá sterkasta verkalýðsfélagi
landsins og sjálfum varaformanni Alþýðuflokksins. Hvatir Héðins
fyrir tillöguflutningnum virðast hafa verið tvíþættar: Annars vegar var
hann orðinn langþreyttur á samstarfinu við framsóknarmenn, en hins
vegar var honum sem helsta verkalýðsleiðtoga Alþýðuflokksins ljóst,
að fjarað gæti ört undan áhrifum og valdastöðu flokksins í
verkalýðshreyfingunni að óbreyttu. Stofnun sameinaðs sósíalista-
flokks yrði til þess að efla samstöðu og styrk verkalýðshreyfingarinnar,
og slrkur flokkur ætti að geta haft yfirhöndina í samskiptunum við
Framsóknarflokkinn. Með Dagsbrúnarsamþykktinni hófst það ferli,
sem að lokum leiddi til stofnunar Sameiningarflokks alþýðu - Sósíal-
istaflokksins haustið 1938. Hér eru engin tök á að rekja þá sögu
nákvæmlega, en drepið skal þó á nokkur atriði.7) Ljóst var frá upphafi,
að flestir forystumenn Alþýðuflokksins voru andvígir sameiningu,
nema á þeim grundvelli, að KFI yrði lagður niður og félagar hans
gengju í Alþýðuflokkinn lítt breyttan. Kommúnistar höfðu verið
þeirrar skoðunar, að hugsanleg sameining ætti að vera ávöxtur af nánu
skipulagsbundnu samstarfi flokkanna. Því voru þeir hikandi í upphafi
viðræðnanna, og greinilega nokkrar vomur á þeim að leggja niður
flokk sinn, sem nýbúinn var að sanna sig í kosningum. Sú afstaða
þeirra átti þó eftir að breytast. Það gerðist í kjölfar viðræðna, sem for-
maður flokksins, Brynjólfur Bjarnason, átti við forystu Kominterns í
Moskvu síðsumars 1937, meðan fyrsta viðræðulota flokkanna stóð