Andvari - 01.01.2002, Page 119
andvari
KLUKKA ÍSLANDS í KIRKJUSÖGULEGU UÓSI
117
Trú og vantrú lykilpersónanna
Aðalpersónurnar þrjár í íslandsklukkunni, Jón Hreggviðsson, Amas Amæus
°g Snæfríður Islandssól, deila þó ekki þeirri trú, guðfræði og samfélagssýn
sem hér hefur verið lýst í útlínum. Má enda gera ráð fyrir að þau lúti sínum
eigin lögmálum og verksins í heild, mótist af listrænum markmiðum höfund-
ar auk þess að vera öðrum þræði tímalausar táknmyndir er gefa verkinu al-
Ir>enna skírskotun. Að einhverju leyti kunna þau líka að flytja þann boðskap
Sern höfundur vill koma á framfæri við lesendur sína. Vart ber þó að skoða
nýkkurt þeirra sem málpípu er aðeins sé ætlað að orða persónuleg viðhorf
höfundarins sjálfs.98
Samband Jóns Hreggviðssonar við almættið og sinn innra mann er einfalt
eg laust við væmni. Þegar hann rifjar upp fom kynni fyrir Snæfríði í
ræðratungu segir hann: „Ég er enn leigumaður hjá Kristi gamla ... Það heit-
lr a Rein. Mér hefur ævinlega samið vel við kallinn. Og það er af því hvor-
ugur skuldar öðrum neitt.“99
t*egar kona Amæusar spyr Jón um líðan hans svarar hann frú Mettu því til
jý -að hann hefði aldrei haft neina líðan til lífs né sálar, hvorki góða né illa,
heldur væri hann íslendíngur.“ 100
Jón Hreggviðsson er almennt skilinn sem tákngervingur íslenskrar alþýðu
eg jafnvel þjóðarinnar allrar sem lengi hafi verið soltin og illa leikin en þó
uið yfir furðanlegri þrautseigju.101 Þó er efamál hvort telja beri hann hetju
versdagslífsins sem berst við að vera maður þrátt fyrir kröpp kjör, vill fá að
1 a °g starfa í friði, treystir fyrst og fremst á sjálfan sig og tekst ekki ótil-
Ueyddur á við yfirvöld.102 Eða hvort háðsk afstaða hans til yfirvaldanna skipi
°num frekar á bekk með virkuin andófsmönnum.103
Amæus kemur fyrir sjónir sem kaldlyndur veraldarmaður sem mótaður er
a efahyggju og tjáir lífsviðhorf sitt að hætti 17. aldar húmanista með tilvís-
Unum til klassískrar heimspeki fornaldarinnar. Hann er þó ekki laus við hæfi-
ýka til listrænnar innlifunar og suður við Tíberfljót fann hann og hreifst af
eir*hverju sem hann leitaði þó ekki að. Örlar þar á tilvísun til trúarlegrar
Jynslu eða hughrifa. Vera má að hér beri ekki mikið á milli hins sögulega
ri?a Magnússonar og þess uppdiktaða Amasar.104
"ersóna Snæfríðar er án efa margslungnasta táknið í mannhafi íslands-
ukkunnar.105 Sjálf lýsir hún sér m. a. svo: „Ég var altaf sú kona sem ekkert
þU nægir... Þessvegna hef ég valið mér hlutskipti - og sætt mig við það.“106
ta gerir það að verkum að óraunhæft virðist að grafast fyrir um trúarskoð-
nir hennar eða lífsviðhorf líkt og gert hefur verið hér að framan. Væri slík
tilraun
eigi að síður gerð liggur e. t. v. beinast við að vísa til tilvistarstefnunn-