Andvari - 01.01.2002, Page 132
130
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
jafn „lauslát“ og gleðikona - eða öllu heldur getur hvorug talist lauslát. Síð-
an bætir organistinn við: „Það er ekki til önnur kynferðisleg öfughneigð en
einlífi“ (27). Vísar hann síðan til kirkjufeðra, þar á meðal heilags Benedikts
sem hafi kastað sér nöktum í netlurunna til að svala kynferðishvötinni. Enn
snúast róttækar skoðanir organistans á kynlífi upp í ádeilu á kirkjuna, hinn
opinbera siðgæðisvörð seinustu alda.
Organistinn talar alltaf um kynlíf á almennum nótum en er nálægt sögu-
lokum sagður „hann sem var í raun réttri manna fjærstur konum, og þó sá
einn manna þar sem kvenmaður á athvarf að leikslokum" (219). Peter Hall-
berg hefur bent á að í fyrsta uppkasti að sögunni er organistinn sagður „kyn-
villíngur“ en það er nú horfið af yfirborði sögunnar. Tengir Hallberg þá þró-
un við þá ákvörðun Halldórs Laxness að tengja organistann Erlendi í Unu-
húsi.11 Organistinn er eftir sem áður hálfgerður öfuguggi en sú öfughneigð er
fyrst og fremst hugmyndaleg.
Organistinn hefur ekki einvörðungu róttækar skoðanir á kynlífi heldur
fjölskyldunni yfirleitt, eins og sést á eftirfarandi fullyrðingu:
Sumir halda að það fari illa fyrir börnum ef þau missa móður sína, en það er mis-
skilníngur. Jafnvel þó þau missi föður sinn gerir þeim það ekkert til. Hér er kaffi. (25)
Þessi fullyrðing gengur aftur í upphafi Brekkukotsannáls og er þar þó orðin
enn ýktari.12 Útgáfa organistans er býsna róttæk samt. Ef böm þurfa ekki á
foreldrum sínum að halda - sem er nú kannski ekki beinlínis það sem organ-
istinn er að segja - merkir það að fjölskyldan sé óþörf, eða kannski að fleiri
fjölskylduform séu nauðsynleg. Síðar í sögunni kemur á daginn að organist-
inn er sonur einstæðrar barnungrar móður og sér ekkert athugavert við það
(122-23). í samfélaginu sem lýst er í Atómstöðinni er deilt um vöggustofu
fyrir börn vinnandi mæðra og margt annað sem núna myndi seint teljast sið-
laust. Frú Árland kallar vöggustofuna bæði kommúnisma og stuðning við
„ólifnað“ (97). Organistinn er þó í raun mun róttækari en kommúnistarnir
sem eru að berjast fyrir vöggustofu. Hann hefur efasemdir um mikilvægi
fjölskyldunnar sem haldast í hendur við hugmyndir hans um lauslæti og
ádeilu hans á lútersku kirkjuna, siðgæðisvörð samfélagsins.
í fyrsta sinn sem organistinn birtist í sögunni setur hann þannig fram fjöl-
margar róttækar fullyrðingar um lúterstrú, lauslæti, veikindi og fjölskyldulíf.
Hugmyndir hans koma Uglu í opna skjöldu enda virðast þær alveg á skjön
við hefðbundið siðferði. Þó að organistinn sé kyrrsetumaður er orðræða hans
hvöss og ágeng. Þannig er organistinn í raun alls ekki passífur, þó að hann
hreyfi sig nánast aldrei úr húsi í Atómstöðinni. Hann er ekki heldur sá heil-
agi, hreinlífi og góðviljaði maður sem ýmsir lesendur sögunnar hafa fallið
svo flatir fyrir að þeir taka varla eftir því hversu stórhættulegur hann er.