Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2002, Page 146

Andvari - 01.01.2002, Page 146
144 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu. Bæði leikritin voru frumsýnd seinni hluta vetrar 1972, en Halldór varð sjötugur í apríl þá um vorið. Leiða má að því ýmsum getum hverjar voru orsakir þessarar viðhorfsbreytingar. Halldór hafði þá fyrir nokkru lagt leikritagerð á hilluna og snúið sér aftur að prósanum með glæsilegum árangri. Sem höfundur tók hann enga sérstaka áhættu með því að leyfa leikhúsfólki að spreyta sig; jafnvel þótt því kynni að mistakast og leik- gerðimar að mælast misjafnt fyrir stóðu verkin sjálf óhögguð í vitund þjóðar- innar. Þá kann þetta að hafa verið honum nokkurt tekjuspursmál, þó að ég hafi raunar heimildir fyrir því að hann hafi aldrei þegið höfundarlaun af áhugaleikflokkum. Hvað leikhúsin varðar fundu þau að þau áttu áhuga al- mennings vísan og var auðvitað freistandi að ganga á það lag. Það er alltaf skemmtilegra fyrir leikhúsfólk að horfa framaní þéttsetinn sal en hálftóman, ekki einungis af fjárhagsástæðum. Halldór Laxness fékk snemma mikinn áhuga á leiklist og leikhúsi.3 Hann lifði hins vegar og starfaði í nánast leikhúslausu landi fyrri hluta starfsævi sinnar og varð því sem atvinnuhöfundur að kjósa sér annað bókmenntaform. Hefði hann viljað gerast leikritaskáld, hefði hann orðið að fara svipaða leið og Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban, velja sér annað tungumál. Sem listamaður forðaðist hann að endurtaka sig, eins og margoft hefur verið bent á; reyndi sífellt nýjar leiðir innan marka skáldsöguformsins, og er í síð- ari verkum sínum, jafnvel allt frá Atómstöðinni, orðinn harla fjarlægur hefð- bundinni nítjándualdar-skáldsögu. Það hefur stundum flökrað að mér að fræðimenn og gagnrýnendur hafi ekki ávallt haft augun nógu opin fyrir því hvílíkur formsnillingur hann var; að form og hugsun í einstökum verkum, einkum hinum síðari, eru svo samþætt að vandséð er hvernig unnt er að skilja þar á milli. Gefur auga leið að ekki getur verið einfalt mál að endurskapa slík verk í öðru listformi, því að auðvitað verður leikritið, leikgerðin, að standa á eigin fótum án stuðnings af skáldverkinu. Eða er það kannski ekkert aðalatriði að hún geri það? Svo mikið er víst að það hamlaði ekki vinsældum hinnar fyrstu leikgerðar íslandsklukkunnar að hún er í raun og veru lítið annað en bláþráðótt uppskrift á ýmsum af helstu samtölum skáldsögunnar. Þegar Halldór Laxness og Lárus Pálsson sömdu þessa leikgerð gáfu þeir sér einfaldlega að áhorfendur þekktu söguna; að þeir myndu ekki koma í leikhúsið til að kynnast leikrænni frumsköpun, heldur til að rifja upp kynni af ástsælum persónum og óviðjafnanlegri orðsnilld meistarans. Það dæmi gekk fullkomlega upp, bæði þá og síðar. Sú þjóð, sem þá var í landinu, þekkti sinn Laxness og þó hún væri ekki alltaf sátt við til- tektir hans, var hún sátt við bestu listaverk hans í þessum búningi. Leikhús- ið kom til móts við óskir hennar, en hvort það græddi listrænt er svo allt ann- ar handleggur sem ég leyfi mér a. m. k. að setja stórt spumingarmerki við. Mjög lítið hefur verið gert að því að fjalla í formi samanburðar- og yfir'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.