Andvari - 01.01.2002, Síða 146
144
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu. Bæði leikritin voru frumsýnd seinni hluta
vetrar 1972, en Halldór varð sjötugur í apríl þá um vorið. Leiða má að því
ýmsum getum hverjar voru orsakir þessarar viðhorfsbreytingar. Halldór hafði
þá fyrir nokkru lagt leikritagerð á hilluna og snúið sér aftur að prósanum með
glæsilegum árangri. Sem höfundur tók hann enga sérstaka áhættu með því að
leyfa leikhúsfólki að spreyta sig; jafnvel þótt því kynni að mistakast og leik-
gerðimar að mælast misjafnt fyrir stóðu verkin sjálf óhögguð í vitund þjóðar-
innar. Þá kann þetta að hafa verið honum nokkurt tekjuspursmál, þó að ég
hafi raunar heimildir fyrir því að hann hafi aldrei þegið höfundarlaun af
áhugaleikflokkum. Hvað leikhúsin varðar fundu þau að þau áttu áhuga al-
mennings vísan og var auðvitað freistandi að ganga á það lag. Það er alltaf
skemmtilegra fyrir leikhúsfólk að horfa framaní þéttsetinn sal en hálftóman,
ekki einungis af fjárhagsástæðum.
Halldór Laxness fékk snemma mikinn áhuga á leiklist og leikhúsi.3 Hann
lifði hins vegar og starfaði í nánast leikhúslausu landi fyrri hluta starfsævi
sinnar og varð því sem atvinnuhöfundur að kjósa sér annað bókmenntaform.
Hefði hann viljað gerast leikritaskáld, hefði hann orðið að fara svipaða leið
og Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban, velja sér annað tungumál.
Sem listamaður forðaðist hann að endurtaka sig, eins og margoft hefur verið
bent á; reyndi sífellt nýjar leiðir innan marka skáldsöguformsins, og er í síð-
ari verkum sínum, jafnvel allt frá Atómstöðinni, orðinn harla fjarlægur hefð-
bundinni nítjándualdar-skáldsögu. Það hefur stundum flökrað að mér að
fræðimenn og gagnrýnendur hafi ekki ávallt haft augun nógu opin fyrir því
hvílíkur formsnillingur hann var; að form og hugsun í einstökum verkum,
einkum hinum síðari, eru svo samþætt að vandséð er hvernig unnt er að skilja
þar á milli. Gefur auga leið að ekki getur verið einfalt mál að endurskapa slík
verk í öðru listformi, því að auðvitað verður leikritið, leikgerðin, að standa á
eigin fótum án stuðnings af skáldverkinu.
Eða er það kannski ekkert aðalatriði að hún geri það? Svo mikið er víst að
það hamlaði ekki vinsældum hinnar fyrstu leikgerðar íslandsklukkunnar að
hún er í raun og veru lítið annað en bláþráðótt uppskrift á ýmsum af helstu
samtölum skáldsögunnar. Þegar Halldór Laxness og Lárus Pálsson sömdu
þessa leikgerð gáfu þeir sér einfaldlega að áhorfendur þekktu söguna; að þeir
myndu ekki koma í leikhúsið til að kynnast leikrænni frumsköpun, heldur til
að rifja upp kynni af ástsælum persónum og óviðjafnanlegri orðsnilld
meistarans. Það dæmi gekk fullkomlega upp, bæði þá og síðar. Sú þjóð, sem
þá var í landinu, þekkti sinn Laxness og þó hún væri ekki alltaf sátt við til-
tektir hans, var hún sátt við bestu listaverk hans í þessum búningi. Leikhús-
ið kom til móts við óskir hennar, en hvort það græddi listrænt er svo allt ann-
ar handleggur sem ég leyfi mér a. m. k. að setja stórt spumingarmerki við.
Mjög lítið hefur verið gert að því að fjalla í formi samanburðar- og yfir'