Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Síða 148

Andvari - 01.01.2002, Síða 148
146 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI né opinberum auglýsingum. Má ætla að tilgangurinn hafi einkum verið bók- fræðilegur; að koma í veg fyrir að leikritunum yrði ruglað saman við „frum- textana“. Einn meginmunur skáldsögu og leikrits er að sjálfsögðu fólginn í því að „breidd“ skáldsögu eru ekki sett nein sjálfsögð takmörk og að höfundur hef- ur fullkomið frelsi í beitingu þeirra listtækja sem standa honum á annað borð til boða, s. s. samtala, lýsinga og sviðsetninga, auk þess sem ekkert bannar honum að hlusta eftir hugrenningum persóna sinna eða koma sínum eigin að. Leikritið, dramað, er miklu knappara form og augljóst að við yfirfærslu efn- is þarna á milli verður alltaf að fella eitthvað undan, sé sagan ekki því styttri. Leikgerðin felur því í sér úrval og um leið einhvers konar áherslubreytingar sem hætt er við að lengi megi deila um. Stundum má heyra menn nota sem einhvers konar mælistiku á það, hversu vel henti að leikgera skáldsögur, hvort þar sé mikið af samtölum eða ekki. Slíkt er auðvitað fráleitt; þó að sam- töl séu mikilvægt tæki í leikskáldskap fer því fjarri að heilsteypt dramatískt verk sé einhver einföld uppröðun á samtölum. I leikhúsi skiptir öllu máli að halda eftirtekt og áhuga áhorfenda vakandi frá upphafi sýningar til loka; mannslíkaminn er nú einu sinni þannig gerður að hann þreytist af stöðugri setu og einbeitingin sljóvgast smátt og smátt. I góðu leikriti eru samtölin æv- inlega órjúfanlegur þáttur af dramanu á sviðinu, atburðum og athöfnum per- sóna og verða að gegna sýnilegu hlutverki í merkingarvef leikverksins. Við skulum taka Kristnihald undir Jökli sem dæmi. Þar er mikið um sam- töl, mjög gjarnan sett upp á hefðbundinn leikritsmáta (nafn persónu, tví- punktur, bein ræða o. s. frv.), nema hvað lýsingar á athöfnum, sem fléttast inn í samtölin, eru ekki höfð í svigum eins og er algengast í prentuðum leiktext- um. Þetta þýðir alls ekki að sagan sem slík sé „dramatísk“, enda sannaðist það, að mínum dómi, þegar búið var að leikgera hana samkvæmt þeirri stefnu sem var mörkuð með Snæfríði íslandssól, fyrstu leikgerð íslandsklukkunnar, og ég ætla að leyfa mér að kalla „uppskriftastefnuna“. Bæði þessi sviðsverk eru samin án þess að reynt sé að búa til virkan dramatískan „strúktúr“, held- ur látið nægja að tína saman mörg heillegustu samtöl sögunnar, væntanlega i þeirri góðu trú að með því megi á frekar fyrirhafnarlítinn hátt skila sem mestu af efni og „anda“ verksins. Þannig lýkur leikgerðinni með tveimur löngum samtölum milli Úu og Umba sem eru fleyguð með síðasta samtali Umba og séra Jóns Prímusar.6 Eg sá sjálfur bæði Iðnó-sýninguna 1970 og sýningu Borgarleikhússins árið 2001 og í bæði skiptin urðu þessar löngu samræður einstaklega langdregnar, enda heldur ódramatískar frá hendi höfundar. I merkum leikdómi, sem Olafur Jónsson skrifaði um sýningu Leikfélags Akureyrar á leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir Atómstöðinni árið 1982 og frekar verður vitnað til hér á eftir, gerði hann leikgerðasöguna fram að þeim tíma upp í örfáum orðum: „Leikgerðir eftir sögum Halldórs Laxness hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.