Andvari - 01.01.2002, Page 150
148
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
fremur Arnas Arneus voru orðnir einhvers konar hliðarpersónur, svo að eng-
in sterkari orð séu nú notuð. Annað dæmi er leikgerð Hafnarfjarðarleikhúss-
ins á Sölku Völku þar sem var reynt að endursegja söguna í „flash-böckum“
eftir að ástarsögu Sölku og Arnalds er lokið; sú aðferð rímaði að sínu leyti
litlu betur við margbrotið söguefnið sem varð afskaplega tætingslegt. Salka
Valka er engin upprifjunarsaga og fékk engar nýjar víddir við að vera
framreidd á þennan hátt.
Ég skal koma mér beint að efninu: ég er nokkum veginn 100% viss um að
það er vonlítið, að ég segi ekki vonlaust, að reyna að umbreyta skáldsögum
Halldórs Laxness í leikrit - og þá er ég að sjálfsögðu ekki aðeins að tala um
leikrit sem geta staðið á eigin fótum, án forþekkingar á sögunum, heldur verk
sem séu góð skáldverk. Sögumar eru sem listaverk svo gegnhugsaðar í þvi
formi, sem höfundur gaf þeim, að slíkar „tilfærslur" geta aldrei skilað öðru en
fátæklegri eftirlíkingu, daufu endurskini, eða hvaða orð sem menn vilja hafa
um það. Virðingin fyrir frumtextanum hlýtur alltaf að bera virðinguna fyrir lög-
málum leiksviðsins sjálfs ofurliði í einhverjum atriðum svo að útkoman verði
að meira eða minna leyti bastarður. Það er að sjálfsögðu alls ekki óhugsandi að
snjallir leikhúsmenn gætu samið hugtæk leikrit um efni og persónur sagnanna.
En þá þyrftu þeir sem höfundar að geta veitt sér svipað frelsi og Halldór gaf sér
sjálfur gagnvart t. d. dagbókum Magnúsar Hjaltasonar, Fóstbræðrasögu og
endurminningum Eiríks frá Brúnum, þegar hann nýtti þær sem listrænan efni-
við. Miðað við þá tignarstöðu sem verk hans hafa nú öðlast í íslenskum menn-
ingarheimi, sýnist fremur ólíklegt að slíks verði freistað í bráð.
Til að rökstyðja ofanskráða sannfæringu ætla ég að skoða hér tiltekið
dæmi, Atómstöðina. Hún er sérstaklega áhugaverð í þessu samhengi vegna
þess að eftir henni hafa verið samin ekki færri en þrjú sjálfstæð leikrit, auk
kvikmyndar. Það sem meira er, höfundar leikgerðanna hafa nálgast verkefn-
ið hver með sínum hætti. Engum þeirra hefur að vísu tekist að skila leikhús-
verki sem þolir samjöfnuð við skáldsöguna sem mér hefur alltaf fundist,
hvað sem allri pólitík líður, eitt áhugaverðasta verk Halldórs Laxness og jafn-
vel nokkurt lykilverk í höfundarverki hans öllu. Þrátt fyrir það eru leikgerv-
ingar Atómstöðvarinnar fróðlegur vitnisburður um það að til eru fleiri en ein
og fleiri en tvær leiðir í þessum efnum - og að þær geta gefist misvel, eins
þótt hinir færustu menn haldi á spilunum.
Elst er fyrrnefnd leikgerð Sveins Einarssonar og Þorsteins Gunnarssonar
sem gerð var „í samvinnu við höfundinn“, eins og segir í klausu fremst 1
bókinni.8 Hún var, sem áður segir, frumsýnd í mars 1972 og gekk 40 sinnum
sem var dágott miðað við almennan gang leikrita á þeim tíma, en fremur lít-
ið miðað við vinsældir Kristnihalds skömmu áður og Sjálfstæðs fólks í Þjóð-
leikhúsinu skömmu síðar.9 Leikstjóri var Þorsteinn Gunnarsson og var það
frumraun hans sem leikstjóra í Iðnó.