Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2002, Side 158

Andvari - 01.01.2002, Side 158
156 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI myndir, sem myndavélin rennir auga yfir með þingmanninum, þ. á m. auð- kennilegar myndir af Þyrli í Hvalfirði. Síðar í myndinni, eftir að Ugla er tek- in við heimilinu, fer hún í gönguferð með Búa og yngri börnunum um þess- ar slóðir, og sést þá að þar eru framkvæmdir hafnar; verkamenn berja niður viðamikla staura undir dramatískri tónlist, og dylst þá engum að landið hef- ur verið selt. Ur rökkvuðum stofum Búa Arlands stekkur kvikmyndin norður í land. Ugla þeysir um á hesti, finnur veikburða lamb og kemur því í hendur móður sinnar, hittir síðan fyrir alþingismanninn sem er kominn að hirða um atkvæði sín. Þeir Falur bóndi og Búi Árland spjalla saman í kirkjuhjalli Fals, Búi býður Uglu í vist hjá sér. Um kvöldið er kosningafundur með sveitaköllun- um, andstæðingur Búa er vinstri maður með hornspangagleraugu (e. t. v. ekki óáþekkur Einari Olgeirssyni) og ræðst harðlega á landsöluáformin, Búi svar- ar að sjálfsögðu af einurð en kurteisi, jafnan háll sem áll, og fær sýnilega góðar viðtökur fundarmanna. Síðar í myndinni sést vinstri sinnanum bregða fyrir þegar mannfjöldi gerir aðsúg að heimili forsætisráðherra og hann geng- ur út á svalimar til að gefa hið fræga heit um að landið skuli ekki verða selt. Þessi upphafskafli er að sjálfsögðu allur tilbúningur kvikmyndarhöfund- anna sem halda sig að öðru leyti að mestu við þráð sögunnar. Organistinn og hús hans er með í myndinni, en sá þáttur er styttur svo gróflega að hann er orðinn næsta merkingarlítill. Guðimir tveir og Kleópatra verða hreinar skop- myndir sem er slæmt hvað Kleópötru varðar því að niðurlæging hennar og vansæld skiptir máli í þroskasögu Uglu; sýnir hvemig getur farið fyrir konu sem ætlar að hafa framfæri af grind karlmannsins eftir líkama hennar. Það er mjög erfitt að sjá hvaða erindi kynni Uglu af organistanum og fólki hans eiga inn í þessa sögu, enda kemur Ugla myndarinnar manni alltaf fyrir sjónir sem sjálfstæður, tápmikill einstaklingur. Einna mest munar um útstrikun feimnu lögreglunnar, barnsföður og síðar væntanlegs eiginmanns Uglu. Honum er hér steypt saman við unga kommúnistann í mjólkurbúðinni og eru þau Ugla látin rekast saman í fyrsta skipti í látunum fyrir utan hús forsætisráðherrans, þar sem Gunnar, eins og hann heitir hér, hefur sig mjög í frammi. Hann er gamall sveitamaður, stundar nú sjó og er heimagangur hjá organistanum. Hann stendur ekki í neinu verslunarbraski eins og feimna lögreglan og þeg- ar hann heimsækir bamsmóður sína og afkvæmi norður í landi er hann langt frá því slyppur og snauður, heldur hefur selt jörðina og getur boðið Uglu góð kjör sem eiginkonu. Þessi breyting er kannski það vafasamasta í myndinni. Þegar Ugla fer til hans í lokin og sækir hann í tukthúsið - en þangað hefur hann slysast inn fyr- ir þátttöku í óeirðum á Austurvelli - er það sem sé á allt öðrum forsendum en í sögunni, þar sem hún leysir hann úr prísundinni fyrir féð frá organistanum. Það er mikill munur á því hvort Ugla gengur til móts við mannsefnið sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.