Andvari - 01.01.2002, Síða 158
156
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
myndir, sem myndavélin rennir auga yfir með þingmanninum, þ. á m. auð-
kennilegar myndir af Þyrli í Hvalfirði. Síðar í myndinni, eftir að Ugla er tek-
in við heimilinu, fer hún í gönguferð með Búa og yngri börnunum um þess-
ar slóðir, og sést þá að þar eru framkvæmdir hafnar; verkamenn berja niður
viðamikla staura undir dramatískri tónlist, og dylst þá engum að landið hef-
ur verið selt.
Ur rökkvuðum stofum Búa Arlands stekkur kvikmyndin norður í land.
Ugla þeysir um á hesti, finnur veikburða lamb og kemur því í hendur móður
sinnar, hittir síðan fyrir alþingismanninn sem er kominn að hirða um atkvæði
sín. Þeir Falur bóndi og Búi Árland spjalla saman í kirkjuhjalli Fals, Búi
býður Uglu í vist hjá sér. Um kvöldið er kosningafundur með sveitaköllun-
um, andstæðingur Búa er vinstri maður með hornspangagleraugu (e. t. v. ekki
óáþekkur Einari Olgeirssyni) og ræðst harðlega á landsöluáformin, Búi svar-
ar að sjálfsögðu af einurð en kurteisi, jafnan háll sem áll, og fær sýnilega
góðar viðtökur fundarmanna. Síðar í myndinni sést vinstri sinnanum bregða
fyrir þegar mannfjöldi gerir aðsúg að heimili forsætisráðherra og hann geng-
ur út á svalimar til að gefa hið fræga heit um að landið skuli ekki verða selt.
Þessi upphafskafli er að sjálfsögðu allur tilbúningur kvikmyndarhöfund-
anna sem halda sig að öðru leyti að mestu við þráð sögunnar. Organistinn og
hús hans er með í myndinni, en sá þáttur er styttur svo gróflega að hann er
orðinn næsta merkingarlítill. Guðimir tveir og Kleópatra verða hreinar skop-
myndir sem er slæmt hvað Kleópötru varðar því að niðurlæging hennar og
vansæld skiptir máli í þroskasögu Uglu; sýnir hvemig getur farið fyrir konu
sem ætlar að hafa framfæri af grind karlmannsins eftir líkama hennar. Það er
mjög erfitt að sjá hvaða erindi kynni Uglu af organistanum og fólki hans eiga
inn í þessa sögu, enda kemur Ugla myndarinnar manni alltaf fyrir sjónir sem
sjálfstæður, tápmikill einstaklingur. Einna mest munar um útstrikun feimnu
lögreglunnar, barnsföður og síðar væntanlegs eiginmanns Uglu. Honum er
hér steypt saman við unga kommúnistann í mjólkurbúðinni og eru þau Ugla
látin rekast saman í fyrsta skipti í látunum fyrir utan hús forsætisráðherrans,
þar sem Gunnar, eins og hann heitir hér, hefur sig mjög í frammi. Hann er
gamall sveitamaður, stundar nú sjó og er heimagangur hjá organistanum.
Hann stendur ekki í neinu verslunarbraski eins og feimna lögreglan og þeg-
ar hann heimsækir bamsmóður sína og afkvæmi norður í landi er hann langt
frá því slyppur og snauður, heldur hefur selt jörðina og getur boðið Uglu góð
kjör sem eiginkonu.
Þessi breyting er kannski það vafasamasta í myndinni. Þegar Ugla fer til
hans í lokin og sækir hann í tukthúsið - en þangað hefur hann slysast inn fyr-
ir þátttöku í óeirðum á Austurvelli - er það sem sé á allt öðrum forsendum en
í sögunni, þar sem hún leysir hann úr prísundinni fyrir féð frá organistanum.
Það er mikill munur á því hvort Ugla gengur til móts við mannsefnið sem