Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Síða 174

Andvari - 01.01.2002, Síða 174
172 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARI 1891, eða á fyrsta hluta ársins 1892, samdi hann allvæna ritgerð um fóst- bræðralag og birtist hún í afmælisriti, sem þeir Valtýr, Finnur Jónsson og Bogi Th. Melsteð færðu sögukennara sínum í Lærða skólanum, Páli Melsteð, áttræðum 13. nóvember 1892. Þar birtu þeir sína ritgerðina hver og í grein sinni ræðir Valtýr merkingu og þróun hugtakanna fóstbrœður og fóstbrœðra- lag frá elstu tíð og fram á söguöld. Ritgerðina byggði hann einkum á rann- sókn á íslenskum fornritum, en skyggndist þó víðar er þörf krafði.21 í júlímánuði þetta sama ár, 1892, lauk Valtýr við grein um litklœði og birti í tímaritinu Arkiv för Nordisk Filologi árið 1893. Þetta er fræðileg ritgerð, byggð á rannsóknum á fomritunum, þar sem höfundur kannar einkum merk- ingu orðsins litklæði, aðferðir við gerð þeirra og hvers kyns litir hafi í þeim verið. Niðurstaða hans var sú, að litklæði hafi hvergi verið gerð eða notuð annars staðar en á Islandi og að heitið litklæði hafi verið notað yfir fatnað, sem litaður var með öðrum litum en þeim er í ullinni voru. Var þetta andstætt niðurstöðum ýmissa fræðimanna, er áður höfðu um þetta efni fjallað og töldu að orðið litklæði hefði einungis verið notað um rauðlituð föt.22 Rúmum tveimur áratugum eftir að þessi ritgerð birtist, skrifaði Valtýr stutta grein um litklæði í uppsláttarritið Realiexikon der Germanischen Alt- ertumskunde. Hún var stytt og samþjöppuð útgáfa ritgerðarinnar í Arkivför Nordisk Filologi og hefur ekki sjálfstæða fræðilega þýðingu. Hinn þekkti þýski fræðimaður Konrad Maurer varð sjötugur árið 1893. í tilefni af því færðu ellefu vinir hans og starfsbræður honum vandað afmæl- isrit og var Valtýr einn þeirra. Hann birti í ritinu grein á íslensku, sem nefnd- ist „Manngjöld - hundrað", þar sem hann ræddi ítarlega merkingu orðanna manngjöld (og niðgjöld) og hundrað í fornu máli og reyndi að gera grein fyr- ir því, hver upphæð manngjalda hefði verið á söguöld. Niðurstaða hans var sú, að þau hefðu verið hin sömu á öllum Norðurlöndum, fimmtán merkur silfurs.23 I þessari grein leysti Valtýr ekki fyllilega úr því, hvemig verðreikningi hefði verið háttað á söguöld. Það gerði hann ekki heldur í grein, sem hann skrifaði ásamt Kr. Kálund um líf og lifnaðarhætti Norðurlandabúa á miðöld- um, og út kom árið 1900.24 Hann tók það efni hins vegar til nánari athugun- ar í grein í afmælisriti Ludvigs Wimmer, þar sem hann komst að þeirri nið- urstöðu, að þeir sem áður höfðu um efnið fjallað, hefðu vaðið í villu þar eð menn höfðu miðað við blandað myntsilfur en ekki brennt silfur. Þessi grein er um margt athyglisverð, en virðist hafa farið framhjá ýmsum síðari tíma fræðimönnum, er um þessi efni hafa fjallað.2'' Ritsmíðamar, sem hér hafa verið taldar, eru allar fræðilegar. Þær voru þátt- ur í rannsóknum, sem Valtýr vann á sviði norrænnar menningarsögu á náms- árunum og fyrstu starfsárum sínum við Hafnarháskóla. Eftir að kom fram yf- ir miðjan síðasta áratug 19. aldar beindist hugur hans hins vegar í æ ríkari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.