Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 174
172
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
1891, eða á fyrsta hluta ársins 1892, samdi hann allvæna ritgerð um fóst-
bræðralag og birtist hún í afmælisriti, sem þeir Valtýr, Finnur Jónsson og
Bogi Th. Melsteð færðu sögukennara sínum í Lærða skólanum, Páli Melsteð,
áttræðum 13. nóvember 1892. Þar birtu þeir sína ritgerðina hver og í grein
sinni ræðir Valtýr merkingu og þróun hugtakanna fóstbrœður og fóstbrœðra-
lag frá elstu tíð og fram á söguöld. Ritgerðina byggði hann einkum á rann-
sókn á íslenskum fornritum, en skyggndist þó víðar er þörf krafði.21
í júlímánuði þetta sama ár, 1892, lauk Valtýr við grein um litklœði og birti
í tímaritinu Arkiv för Nordisk Filologi árið 1893. Þetta er fræðileg ritgerð,
byggð á rannsóknum á fomritunum, þar sem höfundur kannar einkum merk-
ingu orðsins litklæði, aðferðir við gerð þeirra og hvers kyns litir hafi í þeim
verið. Niðurstaða hans var sú, að litklæði hafi hvergi verið gerð eða notuð
annars staðar en á Islandi og að heitið litklæði hafi verið notað yfir fatnað,
sem litaður var með öðrum litum en þeim er í ullinni voru. Var þetta andstætt
niðurstöðum ýmissa fræðimanna, er áður höfðu um þetta efni fjallað og töldu
að orðið litklæði hefði einungis verið notað um rauðlituð föt.22
Rúmum tveimur áratugum eftir að þessi ritgerð birtist, skrifaði Valtýr
stutta grein um litklæði í uppsláttarritið Realiexikon der Germanischen Alt-
ertumskunde. Hún var stytt og samþjöppuð útgáfa ritgerðarinnar í Arkivför
Nordisk Filologi og hefur ekki sjálfstæða fræðilega þýðingu.
Hinn þekkti þýski fræðimaður Konrad Maurer varð sjötugur árið 1893. í
tilefni af því færðu ellefu vinir hans og starfsbræður honum vandað afmæl-
isrit og var Valtýr einn þeirra. Hann birti í ritinu grein á íslensku, sem nefnd-
ist „Manngjöld - hundrað", þar sem hann ræddi ítarlega merkingu orðanna
manngjöld (og niðgjöld) og hundrað í fornu máli og reyndi að gera grein fyr-
ir því, hver upphæð manngjalda hefði verið á söguöld. Niðurstaða hans var
sú, að þau hefðu verið hin sömu á öllum Norðurlöndum, fimmtán merkur
silfurs.23
I þessari grein leysti Valtýr ekki fyllilega úr því, hvemig verðreikningi
hefði verið háttað á söguöld. Það gerði hann ekki heldur í grein, sem hann
skrifaði ásamt Kr. Kálund um líf og lifnaðarhætti Norðurlandabúa á miðöld-
um, og út kom árið 1900.24 Hann tók það efni hins vegar til nánari athugun-
ar í grein í afmælisriti Ludvigs Wimmer, þar sem hann komst að þeirri nið-
urstöðu, að þeir sem áður höfðu um efnið fjallað, hefðu vaðið í villu þar eð
menn höfðu miðað við blandað myntsilfur en ekki brennt silfur. Þessi grein
er um margt athyglisverð, en virðist hafa farið framhjá ýmsum síðari tíma
fræðimönnum, er um þessi efni hafa fjallað.2''
Ritsmíðamar, sem hér hafa verið taldar, eru allar fræðilegar. Þær voru þátt-
ur í rannsóknum, sem Valtýr vann á sviði norrænnar menningarsögu á náms-
árunum og fyrstu starfsárum sínum við Hafnarháskóla. Eftir að kom fram yf-
ir miðjan síðasta áratug 19. aldar beindist hugur hans hins vegar í æ ríkari