Andvari - 01.01.2002, Qupperneq 175
ANDVARI
GLATADUR SONUR FRÆDAGYDJUNNAR?
173
mæli að öðrum viðfangsefnum og þá dró úr rannsóknum hans á þessu sviði.
Ahugi hans á sögu víkinga- og þjóðveldisaldar var þó hvergi nærri kulnaður,
enda kenndi hann það efni við háskólann. Arið 1900 gaf hann út ritgerð ætl-
aða almennum lesendum um skip og skipagerðir Norðurlandabúa á miðöld-
um,26 og árið 1924 kom svo út eftir hann bókin Island i Fristatstiden, og er
saga Islands á landnáms- og þjóðveldisöld, ætluð almennum lesendum
dönskum.27 Þetta er fjörlega skrifuð bók, og tvímælalaust ein besta Islands-
saga er rituð hafði verið á þessum tíma. Tveimur árum áður, 1922, gaf Valtýr
út málfræði íslensks nútímamáls. Hún var rituð á dönsku og einkum ætluð
dönskum háskólastúdentum.
Loks er hér að geta rits, sem Valtýr samdi í samvinnu við Þorvald Thor-
oddsen, og út kom árið 1902. Það nefndist Islands Kultur ved Aarhundred-
skiftet 1900 og er 160 bls. að lengd. Bókin var samin árið 1899 og átti upp-
haflega að verða hluti ritverks, sem Danir höfðu á prjónunum og átti að fjalla
um menningarástand í danska konungsríkinu um aldamótin. Þar voru þeir
Valtýr og Þorvaldur fengnir til að skrifa um ísland, en þegar ekkert varð úr
dönsku útgáfunni, afréðu þeir að gefa rit sitt út sérstaklega. Valtýr samdi
meginhluta ritsins, um mannfjölda, stjómarfar, atvinnuhætti, bókmenntir og
listir, fræðslu- og heilbrigðismál, en Þorvaldur ritaði inngangskafla um nátt-
úru íslands. í bókarlok voru svo birt sýnishorn af íslenskum skáldskap 19.
aldar í bundnu og óbundnu máli.28
í framhaldi af þessu verki skrifaði Valtýr ritgerð, sem hann nefndi „Fram-
farir íslands á 19. öldinni“, og birtist í Eimreiðinni árið 1900. Hún var þýdd
á þýsku og gefin út sem „Beilage“ við 31. ársskýrslu menntaskólans í Katto-
witz í Þýskalandi.29
V
Það er ásetningur minn að reyna að hafa það vekjandi, svo það geti dálítið breytt hugs-
unarhætti manna og vakið eftirtekt á því, hvað nauðsynlegt er að gera. En slíkt verður
maður að gera smámsaman og með hægð og dreifa þess konar ritgerðum innan um eitt-
hvað annað skemmtilegra, því annars fæst fólk ekki til að lesa ritið.'
Þannig skrifaði Valtýr Guðmundsson móður sinni 25. febrúar 1895 er hann
sagði henni frá stofnun tímarits, sem hann stóð að ásamt nokkrum fleirum ís-
lendingum í Kaupmannahöfn. Ritið, sem hlaut nafnið Eimreiðin, kom út í
fyrsta skipti árið 1895. Valtýr var ritstjóri þess og eigandi og gaf það út allt
til ársins 1917, er hann seldi það til Islands. Eimreiðin kom út einu sinni á ári
og var að jafnaði um tíu arkir að stærð, en þó stundum stærri.
A ritstjórnarárum Valtýs var Eimreiðin vandað tímarit og naut vinsælda
hér heima. Efni hennar var fjölbreytilegt, hún flutti jafnan eina til tvær til-