Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 13
andvari
Jón Baldvinsson
9
bafi gert það óbeinlínis. Þeir lustu ekki upp neinu ópi fyrir
tyðnum og notuðu ekki vígorð sömu tegundar sem það, er
í*olsevikkar í Rússlandi sigruðu með, en það var: „Brauð
°g friður“. Jafnaðarstefnan var þá borin fram hér fyrst og
fi'emst sem hugsjónastefna. Háleitar hugsjónir voru klædd-
ar í hversdagsbúning stefnuskráa og flokksyfirlýsinga, enda
clró Alþýðuflokkurinn, -— en því nafni nefndu stofnendur
Alþýðusambandsins hina pólitísku starfsemi þess, — að sér
hugsjónamenn úr öllum stéttum, og í byrjun raunar eigi
síður slíka menn en sjálft verkafólkið. Þetta hafði mikla
Þýðingu fyrir flokkinn í framtíðinni. Þannig varð það, að
tramtíðar foringjaefni flokksins völdust jöfnum höndum úr
hópi verkamanna, iðnaðarmanna, kennara og skólamanna og
raunar ýmsum fleiri atvinnustéttum. Þetta er nær því eins-
dsemi um sósíalistiskan verklýðsflokk. Það hefir yfirleitt háð
þólitískum verklýðsflokkum erlendis, sem hyllt hafa lýð-
ræðisjafnaðarstefnu, að foringjarnir voru nær alltaf gamlir
°g reyndir menn úr kaupstreitum verldýðsfélaganna; traustir
Uaenn, sem skorti þó oft hæfileikann til þess að gefa barátt-
Unni þann hugsjónablæ, sem meira en nokkuð annað laðar
að fylgismenn, sem fylkja sér undir fánana af hugsjóna-
astæðum einum saman.
Alþýðuflokkurinn líktist ekki bræðraflokkum sínum i
Uálægum löndum um það eitt, að hann dró fljótt að sér
óvenju mikið af hugsjónamönnum úr öllum stéttum mann-
félagsins, heldur eigi síður í því, að sjálfkjörinn foringi
flokks, sem þannig var skipaður, varð maður, sem hafði
ullan aldur sinn unnið sem verkamaður, að visu iðnlærður,
en engrar skólamenntunar notið. Samkvæmt aðstöðu sinni
°g lífsstarfi hefði Jón Baldvinsson átt að verða sams konar
þólitískur leiðtogi verkalýðsins eins og svo margir leiðtogar
i bræðraflokkunum erlendis, sem hafði verið skipað á svip-
aðan bekk í lifinu. Hvers vegna svo fór ekki um Jón, hvers
Vegna þessi óskólagengni bóndasonur, sem til 35 ára aldurs
hafði eigi gegnt öðrum mikilvægari störfum en iðn þeirri,
ev hann lærði í æsku, varð einn farsælasti, víðsýnasti og