Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 67
ANnvAni
Næringarliörf manna
63
band af efnunum natríum og klór, er talsvert í öllum frum-
um og í blóðinu.
Nauðsyn saltanna má bezt sjá á því, að hægt er að láta
hjarta úr dýri slá talsvert lengi eftir að það er tekið úr lík--
ainanum, ef blöndu af natríum, kalsium og kalíum, í sömu
hlutföllum og eru í blóðinu, er veitt í gegnum hjartað, og
tekst þetta, enda þótt hjartað fái enga næringu í venjuleg-
l|m skilningi. Þetta stafar af því, að söltin hafa bein áhrif á
starfsemi likamsfrumanna sjálfra. Járn er nauðsynlegt til
l)ess að blóðlitarefnið geti myndazt, en til þess að skjald-
hirtillinn geti starfað, verður líkaminn að fá joð.
Nýrun skila daglega söltum út í þvagið og virðast ekki
geta haldið þeim eftir. Þess vegna verður að bæta líkaman-
um upp þann saltmissi með nýjum söltum i fæðunni. Með
svitanum fer einnig talsvert af söltum, einkum matarsalti.
í allri algengri fæðu er mikið af þeim söltum, er líkaminn
Þarf á að halda, og er erfitt að matbúa þannig, að fæðan
verði saltasnauð, en væri það gert, hlytist bráðlega dauði
af- Þó er ekkert eldsneyti í söltunum og þau eru því ekki
nærandi í þeim skilningi.
Bætiefnin eiga ekki langa sögu. Að vísu hafa menn lengi
Þekkt sjúkdóma eins og skyrbjúg, og enda þótt þeir dyttu
°fan á, hvernig hann yrði læknaður, vissu menn eklci ná-
hvaemlega, hver orsök hans var. Bætiefnavisindin eru nálega
Jafngömul þessari öld. Enda þótt mikið vanti enn á, að öll
hurl séu komin til grafar, er vitað um áhrif nokkurra bæti-
efna á heilsu manna með nokkurri vissu.
Bætiefnin eru táknuð með bókstöfum og nefnd eftir fyrstu
sföfum stafrófsins.
A-bætiefnið örvar vöxt unglinga, en virðist einnig veita
n°kkra vörn gegn sjúkdómum, með því að styrkja slímhúðir
Bkanians og torvelda sýklum innrás. Skortur á því hefir
einnig í för með sér truflun á sjón, einkum í skuggsýnu
(náttblinda) og sérstakan augnsjúkdóm, einkum meðal
harna. Skortur á Bi-bætiefni veldur sjúkdómi, er nefnist
heri-beri, og hneigð til að fá taugabólgur. B-bætiefnin eru