Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 50
46
Jónas Jónsson
andvabi
maður og rithöfundur um heilbrigðismál. Má telja fullvíst,
að Jóhanni lækni takist með þessari bók að leggja stein i
grundvöll hinnar nýju heilbrigðismenningar i landinu.
Fjórða bókin er eftir enskt skáld og heimspeking, Aldous
Huxley, í þýðingu Guðmundar Finnbogasonar, og heitir a
íslenzku „Markmið og leiðir“. í þessari bók gefur víðsýnn
og drengilegur höfundur útsýn yfir félagsmálastrauma sam-
tíðarinnar, á þann hátt sem Menntamálaráð telur líklegt, að
muni verða til vakningar og fræðslu fyrir þjóðina. Um þý®'
ingu Guðmundar Finnbogasonar skal það eitt sagt hér, að
hann hefir fyrir nokkrum mánuðum þýtt minni útgáfuna
af veraldarsÖgu Wells á svo prýðilegan hátt, að það er vafa-
samt, að nokkur samtíðarmaður hans hefði getað leyst þaö
betur af hendi.
Þannig er bókavalið í hinum tveim samstarfandi útgáfu-
fyrirtækjum nú í ár. Valið hefir verið gagnrýnt fyrirfram.
einkuin af kommúnistum. En dómur almennings í landinu
hefir fram að þessu verið með allt öðrum hætti.
VI.
Eftir að tekizt hafði samkomulag um útgáfustarfsemiua
milli Menntamálaráðs og stjórnar Þjóðvinafélagsins, þegal
lokið var deilunni við kommúnista og samstarfsmenn þein'U
á Alþingi, var tekið til óspilltra málanna að afla viðskipta-
manna um allt land. Boðsbréf var sent út á vegum beggja
útgáfufyrirtækjanna og gerð grein fyrir útgáfunni og aö
allir viðskiptamenn hefðu sama rétt og slcyldur, hvort sem
þeir væru áskrifendur hjá Menntamálaráði eða Þjóðvina-
félaginu. Þrír menn, einn úr hverjum lýðræðisflokkanna 1
landinu, unnu saman með mikilli eindrægni að söfnun áskrif-
enda. Það var fyrst og fremst alþýðuflokksmaðurinn Stein-
grímur Guðmundsson, forstjóri í Gutenberg, sem lagði að
miklu leyti ráð á um fjármálahlið útgáfunnar og hein
yfirumsjón fjármálanna. Þá komu tveir ungir menn, Leifm
Auðunsson frá Dalseli í Rangárvallasýslu, mjög kunnui