Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 43
andvari
Hin nýja bókaútgáfa
39
hvatti þessa menn til að senda Alþingi áskorun um að end-
urreisa sjóðinn. Þetta var gert. Alþingi tók málinu vel og
akvað, að sjóðnum skyldu tryggðar 50 þús. kr. tekjur á
ari. Ef áfengissektir ná ekki þessari upphæð, bætir rikis-
sjóður við því, sem á vantar, af gróða áfengisverzlunar. Jafn-
framt var hin sérstaka útgáfunefnd felld niður, en Mennta-
uaálaráð skyldi sjá um útgáfustarfsemina, eins og aðrar
fi'anikvæmdir.
Þegar þessi lagabreyting var gerð, voru í Menntamálaráði
finim menn og eiga þar nú sæti, þeir Árni Pálsson prófessor,
ffarði Guðmundsson þjóðskjalavörður, dr. Guðmundur Finn-
kogason landsbókavörður, Pálmi Hannesson rektor og Jónas
Jónsson frá Hriflu. Þessi nefnd hefir staðið fyrir endur-
skipulagningu bókaútgáfu menningarsjóðs.
Menntamálaráð fekk sér fyrst til aðstoðar Steingrím
ffuðmundsson forstjóra í Gutenberg, og er hann ráðunautur
°g fjárhaldsmaður Menntamálaráðs í allri útgáfustarfsemi
bess. Hann tók við öllum bólcaleifum fyrri útgáfunnar og
kefir leitazt við að selja þær upp í skuldina við Gutenberg.
Hefir það tekizt framar öllum vonum. Er gert ráð fyrir, að
ú nokkrum árum muni takast að endurgreiða alla eða mest-
Mla prentsmiðjuskuldina með því, sem inn kemur á þennan
hátt fyrir gamlar bækur.
Menntamálaráð sá, að það gat ekki farið sömu leið og fyrir-
rennarar þess, sem hófu útgáfustarfsemi eftir 1928. í þess
stað ákvað nefndin að taka til fyrirmyndar útgáfustarfsemi
Odds Björnssonar frá því um aldamótin, er hann gaf út
>»Bókasafn alþvðu“. Nú skyldi safna föstum áskrifendum, og
gefa út ákveðna tölu góðra bóka árlega fyrir tiltekið verð.
Með því mátti spara hinn mikla og óhjákvæmilega kostnað
Vl<5 útsölu og dreifingu bókanna. Auk þess varð útgáfu-
Mjórnin að fylgja föstu, ákveðnu skipulagi um útgáfuna,
Vaf bókanna, stærð og frágang. Útgáfustjórnin fékk þar með
húsbóndavald um bókavalið, í stað þess að hún var áður háð
'Mja höfundanna, sem komu með þau handrit, sem þeim
hcntaði sjálfum að semja og láta gefa út.