Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 69
andvari
Næringarþörf manna
65
veizlu heilbrigðinnar, að svo miklu leyti sem fæðan getur
gert það. Verður nú farið nokkrum orðum um það, í hváða
matvælategundum hvers einstaks næringarefnis er einkum
að leita.
Iíolvetni. Allar kornvörutegundir eru mjög auðugar að
kolvetnum, er koma þar einkum fyrir sem sterkja. Við
meltinguna breytist sterkjan í þrúgusykur og eru því kol-
vetni og sterkja oft nefnd sykurefni, enda er sykur um
100% kolvetni. Kornvörurnar eru nokkuð misgóðir kol-
"vetnisgjafar. Rísgrjón geyma um 79% kolvetni, hveiti um
75%, bygg-grjön um 72%, haframjöl um 68%, en baunir
53%. Kartöflumjöl og sagó-grjón, sem yfirleitt eru búin
til úr kartöflumjöli, geyma um 80% kolvetni.
I mjólk eru um 4—5% kolvetni (mjólkursykur). Garð-
úieti ýmis konar er allgóður kolvetnisgjafi og er sérstaldega
mikilvægt fyrir okkur íslendinga, þar eð við getum ræktað
Það sjálfir. í kartöflum eru um 15% kolvetni hér á landi,
en nokkuð mismunandi eftir tegundum. I gulrófum munu
Vera um 6% kolvetni, en í gulrótum um 8.5%, en eigi er
mér kunnugt um innlendar rannsóknir á þeim. í kálmeti
ee talið, að séu allt að 5% kolvetni, nema í grænkáli. Þar
niá gera ráð fyrir allt að 10% kolvetnum, eða um tveim
briðju á móts við kartöflur.
Þá má nefna þurrsöl og fjallagrös. I þurrsölvum eru um
42% kolvetni eða nálega þrefalt meira en í kartöflum. Þurrk-
uð fjallagrös hafa að geyma um 70% kolvetni, að því er
talið er.
Dýrafæða er að jafnaði kolvetnasnauð, en þó er dálítið
1 lifur og hrossakjöti.
Fita. Fituefnin eru bæði úr jurta- og dýraríkinu. Úr
jurtaríkinu fást ýmsar jurtaolíur og fitutegundir, svo sem
°HvuoIía, kókóssmjör, baðmullarfræolía, sojabaunaolía, lín-
°lía og fleira. Sumar þessara tegunda eru notaðar til smjör-
líkisgerðar, en aðrar eru hreinsaðar og notaðar sem jurta-
feiti til viðbits. Fituefnin úr dýraríkinu eru fyrst og fremst
oijólkurfita, innanfeiti (mör) og holdfita.
5