Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 7
ANDVABI
Jón Baldvinsson.
Eftir Sigui'ð Jónasson.
I.
Fram yfir síðustu aldamót var mikill stéttamismunur hcr
11 landi. Guðmundur skáld á Sandi segir frá því nýverið í
Andvaragrein, að svo mikill hafi stéttamismunur verið til
Sveita, að mægðir hafi verið sjaldgæfar milli ríkra bænda
°g snauðra, og að í umtali hafi bólað mjög á því, að óðals-
baendur töldu fátækt sjálfskaparvíti og amlóðahátt. Og úr
ljví svo var um bændur, er það víst, að verkafólk til sjávar
°g sveita og annað alþýðufólk kenndi sízt minna þessa mis-
Jnunar.
1 kvæðinu Eden dregur Þorsteinn Erlingsson upp ófagra
n*ýnd af efnalegu og andlegu ástandi verkalýðsins, eins og
honum kom það fyrir sjónir á þeim tíxna:
„En ljótt var að sjá niðri i sorpunum hér
hjá svínbeygðum verklýð og snauðum.
Mig furðaði hann þeytti ekki því, sem hann her
af þrælmennsku, forsmán og nauðum.
Þeir reyndu ekki að kvika né ránka við sér,
þótt reytt væri af þeim eins og sauðum.
Þeir þakka að það klaklaust i kistuna fer,
sem kann að vera ætt af þeim dauðum."
Líklega tekur Þorsteinn þarna nokkuð djúpt í árinni, en
eMur er jafnan orsök reykjar og víst er um það, að efnaleg
Jíjör alþýðu á íslandi um og eftir síðustu aldamót þurftu
llnkilla umbóta við, ef vel átti að farnast íslenzlm þjóð í
Laxntíðinni.
þótt menntun alþýðu væri á þessu tímabili hvergi nærri
eiUs góð eins og hún er talin vera orðin nú á síðustu árum,