Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 99
andvaui Finnland 95 niiklar ýfingar milli Finna og Rússa. I lok aldarinnar, þegar Svíar brutust algerlega undan Dönum og Vasa-ættin hófst til valda í SvíþjóÖ, fylgdi Finnland Svíþjóð. Gustav Vasa innleiddi siðabót Lúthers í báðum löndum sínum. í fyrsta skipti varð finnskan bókmál og menningar- niál. Biblían var þýdd á finnslcu og prestarnir gáfu út á finnsku sálmabækur og bænabækur. Finnsku bændurnir lærðu smátt og smátt að lesa og skrifa, en samt sem áður var sænskan enn í 3 aldir drottnandi menningarmál Finn- lands. íbúar bæja og sjávarsveita hafa frá ómunatíð talað sænsku, en sænskan varð nú mál allra embættismanna, nema prestanna, og menntamenn landsins t'öluðu og rituðu sænsku, enda þótt þeir væru alfinnskir að ætterni. Eftir siðskipti, er kirkjan var svipt lendum sínum og jarðeignum, fengu sænskir aðalsmenn mikil lén í Finnlandi og fluttu þangað hópum saman. Gamall finnskumælandi aðall var að vísu til í Iandinu, en hann glataði brátt tungu sinni og tók að mæla sænsku. Á 16. og 17. öld risu upp í Finnlandi niargir kaupstaðir, sem rálcu verzlun og viðskipti við Sví- þjóð. En þar eð öll viðskipti í milli landanna fóru fram á sænsku, tóku bæjabúar og kaupstaðafólk upp sænska tungu °g urðu smám sainan að Svíum. Sænskan varð þannig hið opinbera mál Finnlands og mál allrar yfirstéttarinnar, nienntamannanna og nokkurs hluta alþýðunnar. Finnlandi var að öllu stjórnað sem héraði af Svíþjóð og Finnar urðu sænsklundaðri en Svíar sjálfir og konunghollari en sjálf þonungsættin. Það voru finnskir bændasynir og bændur, seni mynduðu kjarnann i her Gustavs Adolfs og Karls XII. l innskir hermenn létu í lnisundatali „sitt blóð á Leipzig- sléttum, Póllands-söndum, Narva-melum“ — í þágu sænska vikisins. Alla 17. öld var sænska ríkið í uppgangi og hagur f'innlands blómgaðist að sama skapi, verzlunin efldist og iðnaður tók að blómgast og ný og ný svæði voru tekin til ræktunar og byggð. Finnland fékk líka nokkurn landauka G'á Rússum. 1617 voru Kexholmlén og Vestur-Karelía lögð nndir Finnland og þá fékk Finnland sín núverandi Iandamæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.