Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 18
14
Sigurður Jónasson
andvaiu
það er einhver nauðsynlegasti hæfileiki athafnasams stjórn-
málamanns, að eiga næga dómgreind til þess.
Jón var mikill samninga- og málamiðlunarmaður. Afrek
hans á því sviði voru mikil og mörg innan alþýðusamtak-
anna og fyrir þeirra hönd út á við. En þjóðin varð líka þessa
hæfileika hans aðnjótandi á stærra sviði. Jón átti sæti í lög-
jafnaðarnefnd í mörg ár. Hann var í miklum metum hja
dönskum jafnaðarmönnum og raunar einnig hjá leiðtogum
annarra jafnaðarmannafloklca á Norðurlöndum. Aldrei höfðu
þessi vinakynni samt áhrif á þá óbifanlegu afstöðu Jóns,
að íslenzka verkamannapólitíkin skyldi vera borin frarn
sem fullkomlega þjóðleg stefna. Um álit það, sem erlendir
menn fengu á Jóni við nánari kynni, má nefna eftirfarandi
dæmi: Noklcrir merkir Bretar komu í heimsókn til íslands.
Einn af þeim stjórnmálaleiðtogum íslenzkum, sem þeir kynnt-
ust, var Jón Baldvinsson. Eftir viðkynninguna lét einn hinna
erlendu gesta þau orð falla um Jón, að hann myndi sóina
sér vel í efri málstofu brezka parlamentsins. Þetta var mikið
lof af munni slíks manns.
Jón kvæntist 1908 Júlíönu Guðmundsdóttur bónda
Jafnaskarði í Stafholtstungum. Þau áttu einn son, Baldvin
lögfræðing, hinn mannvænlegasta mann. Heimilið var myud-
arlegt og ástúðlegt. í einni af bezt rituðu minningargrein-
unum um Jón segir:
„Frú Júliana er ein af þessum orðfáu íslenzku höfðings'
konum, sem lofa litlu en efna mikið. Henni var það að þakka,
að Jón Baldvinsson komst á sextugsaldur. Fyrir hennar at'
beina hafði maður hennar nokkra aðstöðu til að njóta
livíldar frá óslitnu og þrotlausu áhyggjustarfi þess manns,
sem hefir það að áhugamáli að safna viðvaningum óreifc,
anna í skipulega fylkingu til að ná betri lífskjörum og niein
manndómi."
Þessi fáu orð bregða upp í skýrt ljós, hverja þýðing11
heimilið hafði fyrir Jón.
Hér skulu ekki rakin þau margvíslegu störf, sem
gegndi. Hann var í stuttu máli allt í öllu fyrir Alþýðuflok <■