Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 66
62 Jóhann Sæmundsson andvahi IV. Það kann að koma mörgum á óvart, að vatnið sé jafn mikilvœgt sem fæða eins og kolvetni, fita og eggjahvítu- efni, er rætt hefir verið um hér að framan. En enda þótt maðurinn fengi öll þessi efni, ásamt söltum og bætiefnum, í hinum hentugustu hlutföllum, gæti hann ekki lifað, ef vatnið vantaði. Þetta er auðskilið mál, ef það er hugleitt, að nálega tveir þriðju af þyngd líkamans er vatn. Meðal rnaður, sem vegur 150 pund, hefir 100 pund af vatni í lík' ama sínum. Menn gera sér sjaldan ljóst, hve veigamikið hlutverk vatnið hefir í líkamanum. An vatns getur hann ekki starfað. Menn geta svelt sig tímum saman, án þess að mein hljótist af, ef þeir fá nóg vatn. Vatnið er skilyrði þess, að líffærin geti gert skyldu sína. Allar frumur líkamans geyma í sér vatn, er gerir það mögulegt, að nauðsynlegar efnabreytingar geti átt sér stað. Þegar meltingarsafarnir myndast, taka frumur meltingar- kirtlanna vatn úr blóðinu, fæðan leysist upp í safanuni og berst með vatni inn í blóðið og út um líkamann. Mestur hluti blóðsins er vatn, enda nauðsynlegt, að það geti flotið urn allan líkamann og fært honum næringu og súrefni, en tekið við úrgangsefnum hans. Þá þarf vatn til þess að losa hann við slík efni með þvagi og svita. En það er ekki nauðsynlegt að drekka allt það vatn, er líkaminn þarf. Mikinn hluta þess fær hann með fæðunnx og nokkuð býr hann til sjálfur. Sem dæmi má nefna, að um 80% af þyngd fiskjar er vatn, um 70% í kjöti, en um og yfir 90% í kálmeti og ýmsu grænmeti. Jafnnauðsynleg vatninu eru steinefni eða sölt. Söltin koina fyrir í öllum frumum líkamans og eru hluti af þeim. Það má skoða þau, ásamt bætiefnunum, sem efni, er hafa stilh- áhrif á störf frumanna og þá um leið líffæranna og alls lík- amans. Eins og kunnugt er, er mikið af kalki og fósfór i beinunum, er veitir þeim styrk. Af matarsalti, sem er sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.