Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 76
72
Næringarþörf manna
andvabi
ineginástæðan til neyzlu grænmetis er að fullnægja þörfum
líkamans fyrir þetta bætiefni.
Því miður er geymsla grænmetis allmiklum erfiðleikuni
bundin vetrarmánuðina. Það var gamall siður hér á landi að
geyma krækiber í skyri á vetrum og sömuleiðis var gulrófu-
kálið saxað og sett saman við lítt síað skyr og var það nefnt
kálsúr. Að því hefir verið vikið hér að framan, að C-bæti-
efnið haldist sæmilega, án þess að skemmast, sé það í súru,
og C-bætiefnisríkir ávextir, eins og sítrónur og appelsínur, eru
jafnan súrir á bragðið.
Það má teljast líldegt, að unnt sé að varðveita C-bætiefnið
allvel, ef grænmetið, t. d. grænkál og skarfakál, er geymt
hrátt í skyri á vetrum, og hið sama gildir um krækiber. Bezt
mun vera að saxa grænmetið áður og hræra það siðan á-
samt safanum, sem úr því kann að renna, saman við lítt
síað skyr, en geyma síðan til vetrarins í góðum ílátum-
Einnig er full ástæða til að hirða gulrófnakálið, eins og áð-
ur var gert, og geyma það á sama hátt.