Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 25
ANDVARI
Sjálfstæði íslands
og atburðirnir vorið 1940.
Eftir Bjarna Benediktsson.
I.
Frá því er endurreisn íslands hófst, hafa íslendingar ætíð
tekið í sínar hendur öll þau ráð yfir eigin málum, sem þeir
gatu frekast náð á hverjum tíma. Fullveldi íslands hefir
ekki fengizt baráttulaust. Baráttan hefir verið tvíþætt.
Annars vegar hefir hún verið við hið erlenda ríki, sem hér
kafði yfirráð um margra alda skeið. Segja má, að þeirri bar-
attu hafi að mestu lokið 1918, því að samkvæmt sambands-
^ugunum eiga íslendingar það að nær öllu undir sjálfum sér,
kvort þeir taka öll mál í eigin hendur eða ekki eftir 1943. En
kinum þætti baráttunnar var eigi lokið 1918. Hann var gegn
vantrú íslendinga á því, að þeir væru þess megnugir að
standa á eigin fótum.
Þessi vantrú er engan veginn óskiljanleg. íslendingar eru
ktil þjóð og fátæk í stóru og erfiðu landi. Rökin gegn því,
slíkri þjóð sé unnt að halda uppi fullvalda ríki, eru mörg,
°g óttinn við, að illa muni fara, alls eigi ástæðulaus. Það var
tjví ekki af umhyggjuleysi fyrir velfarnaði þjóðarinnar, að
J'uisir íslendingar hafa fyrr og síðar latt hana þess að halda
ufram á sjálfstæðisbrautinni. Vantrú þessara manna hefir
f- t. v. orðið til þess, að ýmsum áföngum í framsókn þjóðar-
iunar hefir verið náð síðar en ella hefði orðið, en hún hefir
uldrei megnað að kæfa vilja meginhluta þjóðarinnar til fulls
^’elsis. Reynslan hefir og sýnt, að þrátt fyrir allt hefir aukið
^relsi ætíð orðið þjóðinni svo ótvírætt til góðs, að jafnvel
hinir vantrúuðu hafa orðið að játa. En sú játning hefir tíð-
ast einungis verið bundin við það, sem orðið er, og efinn