Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 106
102
Baldur Bjarnason
andvari
brigði í Finnlandi. Alþýðutryggingar eru þar mjög full-
komnar. Að vísu hefir alltaf verið lágt kaupgjald í Finn-
landi, en hins vegar ódýrt að lifa þar og ýkjulaust mun
mega segja, að finnska alþýðan hafi í flestu haft jafn góð
lcjör og alþýða annarra Norðurlanda. í menningarlegu tilliti
eru Finnar með fremstu þjóðum Evrópu, skáldskapur og
bókmenntir standa þar enn sem fyrr á háu stigi, og hljóm-
listarsalir og sönghallir Helsingfors og Ábo hafa verið með
hinum fremstu í sinni röð í allri Evrópu. Á sviði hljóm-
listarinnar standa Finnar framar öllum Norðurlandabúum.
Ómur og niður fossanna og fljótanna og laufþytur skóg-
anna í hinu öldótta og skógi vaxna þúsundvatnalandi hafa
haft svo djúp áhrif á sálarlíf finnsku þjóðarinnar, að hun
er flestum þjóðum söngelskari.
Alþýðumenntun Finna er, eins og lcunnugt er, mjög góð-
Það mun því óhætt að segja, að Finnland sé að öllu sam-
an lögðu eitt af mestu menningarlöndum heimsins, þegar
tekið er tillit til smæðar þjóðarinnar. Finnar eru, eins og
lcunnugt er, fjarskyldir okkur að ætt og uppruna og menn-
ing þeirra er sérstök, því hún byggir á alfinnskum grund-
velli, þótt hún hafi orðið fyrir sterkum norrænum áhrifum-
En Finnland tilheyrir landfx-æðilega og að náttúrufari skan-
dínavisku löndunum og Finnar eru því Norðurlandaþjóð,
þrátt fyrir austrænan uppruna. Annars eru Finnar engm
Asíu-þjóð í útliti, eins og margir halda. Hinir sænskumæl-
andi Finnar eru hreinir Norðurlandamenn, háir, grannir,
Ijóshærðir og bláeygðir langhöfðar, og sama xná segja um
marga af hinum eiginlegu Finnum, einkum þá, sem búa við
sjóinn, enda eru þeir vafalaust blandaðir sænsku blóði. Eu
yfirleitt eru Finnar þó ólíkir skandínavislcu þjóðunum. Þeir
eru oftast stutthöfðar, lágvaxnari og gildaiú en Norðurlanda-
menn. Þeir skiptast í nokkra kynbálka, Tavasta, Savolaksa,
Kareli og Norður-Finna. Tavastar eru langfjölmennastir og
búa um mestan hluta landsins. Þeir eru oftast háir vextx,
en þó lægri en Svíar, þrekvaxnir og herðabreiðir, bláeygð'1
eða gráeygðir, bjartir á hörund og oft ljóshærðii’, en eru