Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 60
56
Jóhann Sæmundsson
ANDVAnl
úru. Að langmestu leyti eru hinir föstu hlutar líkamans gerðir
úr lífrænum samböndum frumefnanna fjögra: kolefnis, súr-
efnis, vatnsefnis og köfnunarefnis. Auk þessa eru nálega
tveir þriðjuhlutar líkamans vatn, sem er vatnsefni og súrefni
i ákveðnum tengslum. Af ólífrænum efnum ber mest á kalki
(calcium) og fósfór, sem mikið er af í beinunum, en auk
þessara efna er talsvert af natríum, kalíum, brennisteim,
klóri, járni, magnium og joði í líkamanum, og eru öll ÞaU
efni, er nú hafa verið talin, lífsnauðsynleg. Enn fleiri ólíf*
ræn efni eru í líkamanum, en þau verða eigi talin hér. 011
þessi ólífrænu efni eru venjulega nefnd sölt eða steinefm
í daglegu tali.
Fæðutegundirnar, sem maðurinn leggur sér til munns, eru
ýmist úr jurta- eða dýraríkinu og all-sundurleitar, eins og
kunnugt er. Enda þótt efnin séu mörg, er maðurinn þarfnast,
má skipa næringarefnunum í tiltölulega fáa flokka, en þen'
eru þessir:
1. Kolvetni.
2. Fita.
3. Eggjahvítuefni.
4. Vatn.
5. Sölt.
6. Bætiefni.
Þrjú hin fyrst töldu hafa sérstöðu sem hin eiginlegu nær-
ingarefni í þrengri merkingu. Það eru þessi efni, sem eru
hitagjafar líkamans og orkulind við öll störf. Fæða, sem er
auðug að þessum efnum, er í daglegu tali kölluð nærandi.
Meðan næringarfi-æðin var á bernskuskeiði, héldu nienn, að
öllu væri vel borgið, ef nægilegt var af kolvetnum, fitu °c>
eggjahvítuefnum í daglegu fæði og í hæfilegum hlutfölluni.
En reynslan sýndi brátt, að þetta var rangt. Dýr, sem fóðruð
voru á þessum efnum hreinum, ásamt söltum og vatni, gátu
eigi þrifizt né haldið lífi. Væri þeim gefin ögn af nýmjólk
eða grænmeti gekk allt vel, en viðhótin, sem þurfti, var svo
lítil, að ljóst varð, að árangurinn gat ekki verið auknu nær-
ingarmagni að þakka. Því varð að gera ráð fyrir sérstökum