Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 97
andvari
Finnland
93
sama kyni og Svíar, en hvaða þjóðir hafa byggt hinar víð-
lendii uppsveitir Finnlands er mönnum hulin ráðgáta. Beina-
grindur og fornleifafundir benda til, að þar hafi búið lág-
vaxnir stutthöfðar, sem lifað hafa á dýraveiðum. Margir
telja, að fólk þetta hafi verið Lappar, en sumir, að það hafi
tilheyrt einhverjum eldgömlum nú útdauðum þjóðflokki.
Finnarnir sjálfir komu ekki til þúsundvatnalandsins fyrr en
á 6. öld e. K. og höfðu ekki numið allt landið fyrr en í byrjun
víkingaaldar. Frumbyggjar landsins hurfu brátt úr sögunni
og blönduðust saman við Finna, nema íbúar skerjagarðsins,
sem sökum sambandsins við Svíþjóð gátu haldið tungu sinni
að mestu. Innrás Finna var mjög friðsamleg, næstum án
styrjaldar og blóðsúthellinga, og mátti því frekar heita Iand-
nám en innrás, enda var mestur liluti landsins óbyggt skóg-
arþykkni, sem Finnar fóru að ryðja og byggja á 10. öld.
Finnar stóðu á háu menningarstigi, þegar þeir komu austan
að Þeir stunduðu akuryrkju og kvikfjárrækt og höfðu
fasta bústaði. Þeir greindust í marga ættbálka og smáa og
hafði hver þeirra sinn höfðingja, en þeir höfðu enga
sameiginlega yfirstjórn og í Finnlandi myndaðist því eklc-
ert ríki.
Hvaðan komu Finnar? Frá Asíu eða Svartahafslöndum,
eða Úralfjöllum? Menn hafa deilt mjög um þetta, en nú
eru flestir á þeirri skoðun, að frumheimkynni Finna hafi
verið austur við Úralfjöll. Tökuorð í finnskunni sýna, að
Finnar hafa allsnemma orðið fyrir áhrifum af írönskum
þjóðflokkum, sem hafa búið þar eystra. Finnar hafa snemma
á öldum yfirgefið frumheimkynni sín og flutt vestur á rúss-
nesku sléttuna, en orðið að hörfa lengra og lengra í vestur-
átt undan öðrum þjóðum, unz þeir námu staðar.
Það leið ekki á löngu áður sænskir víkingar tóku að herja
á strendur Finnlands og setjast þar að hópum saman. En
ekki lögðu Svíar Finnland undir sig fyrr en eftir að Svíþjóð
var alkristnuð. Eiríkur helgi Svíakonungur fór í krossferð
til Finnlands 1150, en í byrjun 13. aldar lögðu Svíar Finn-
land algerlega undir sig og kristnuðu það og var Finnland