Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 90
86
Jónas Jónsson,
andvaiu
Nokkru áður en hér var komið, hafði Alþingi látið reisa
mikið og vandað hús vegna rannsókna í þágu atvinnuveg-
anna á landi háskólans. Var gert ráð fyrir því, að stofnun
þessi myndi síðar verða ein af deildum háskólans. Þrjár
deildir skyldu starfa í þessari nýju rannsóknarstofu: Ein
að vísindalegum rannsóknum í þágu útvegsins, önnur vegna
landbúnaðar og hin þriðja til eflingar iðnaði. Deildirnar
voru allar hliðstæðar, en einum deildarstjóranum var falin
forusta um dagleg störf til nokkurra ára i senn. Auk þess
hafði með stofnlögum atvinnudeildar verið gert ráð fyrir
nefnd, er hefði yfirstjórn þessarar stofnunar, einkum til
að velja henni verkefni. Skyldi landlæknir vera formaður
þeirrar nefndar. En hvort tveggja var, að verksvið þessarar
nefndar var lítið, enda mun hún aldrei hafa komið saman
á fund. Landbúnaðardeildin komst ekki verulega á stofn,
en þó vann þar einn maður að grasafræðilegum rannsókn-
um. Kostnaður var mikill við deildina, framundir 100 þús.
kr., en árangur fremur lítill. Á Alþingi kom fram óánægja
með þessa stofnun. Þótti kostnaður mikill, en eftirtekja
minni en vera ætti, og þótti mörgum líkur benda til, að at-
hafna- og forustuskortur mundi vera tilfinnanlegur í þessu
fyrirtæki. Tók Alþingi þá þann kost að samræma með lög-
gjöf atvinnudeildina og rannsóknarnefndina. Skyldi stofn-
unin standa undir stjórn rannsóknarnefndar og framkvæmd-
arstjóra hennar. Má telja sennilegt, að rannsóknarnefndin
taki við forstöðu atvinnudeildar eigi síðar en í ársbyrjun
1941. Auk þess hefir nefndin með samkomulagi við Mennta-
málaráð raunverulega yfirstjórn á því fé, sem menningar-
sjóður ræður yfir til vísindalegra rannsókna.
Sumarið 1940 eru allmargir menn að störfum víðs vegar
um land á vegum rannsóknarnefndar. Móvinnslan er nú
þegar orðin framkvæmdaratriði á vegum ríkisstjórnar, bæjar-
og sveitarstjórna og einstakra manna, þar til ný verkefm
kalla að, svo sem verksmiðja til að gera brúnkol úr mó,
sem nota mætti í stað kola til heimilisþarfa og handa verk-
smiðjum og slcipum. Steindór Steindórsson náttúrufræðis-