Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 70
66
Jóhann Sæmundsson
ANDVARI
Smjör og smjörlíki geyma um 83% fitu, en brædd dýra-
feiti, þ. e. tólg og flot, um 99%. 1 lýsi eru um 99% fita. Ný
þorskalifur hefir allt að 70% fitumagn, en mun vera nokkuð
misfeit. 1 mjólkurostum eru frá 18—30% fita, eggjuin um
9%, haframjöli um 7%, en í mjólk 3—-3.5% fita. í sauða-
mjólk eru 6—8% fita.
Kjöt er mjög misfeitt, eftir því hvar það er á skepnunm-
I kindakjöti og nautakjöti mun meðalfitumagn vera nálægt
5—7%, en ýmsir partar miklu feilari, t. d. bringukollar yfir
20% fita. í feitri hafsild mun fitan geta orðið allt að 17%>
en er all-mismunandi eftir árstímanum. Heilagfiski og lax
eru einnig fiturík fæða, 5—10% fita.
Eggjahvítuefni. Helztu eggjahvítugjafarnir eru ýmsar kjöt-
og fisktegundir og mjólkurvörur.
Eggjahvítumagn i kindakjöti, nautakjöti, hænsnakjöti>
lirossakjöti og mögru svínakjöti mun vera nálægt 20 %> erJ
í fiski 16—18% í þorslci og ýsu, um 17% í síld, um 18% 1
heilagfiski, en allt að 20% í laxi. í harðfiski og fiskimjöli
til manneldis eru um 80% eggjahvítuefni. Þá má nefna
hrogn, innmat úr dýrum: lifur, nýru, hjörtu og blóð, sem
eru svipaðir eggjahvítugjafar og góður fiskur, en lirogn jafn-
ast þó fyllilega á við kjöt.
í mjólk eru 3—3.5% eggjahvítuefni, eða nálægt 35 grömm
í hverjum lítra, og samsvarar það um þriðjungi daglegra þarfa
líkamans fyrir eggjahvítuefni. Mjólkurostur inniheldur ^
—30% eggjahvítuefni, en skyr um 16%. í eggjum eru um
12% eggjahvítuefni.
Allar þær tegundir eggjahvítuefna, sem nú hafa verið
nefndar, hagnýtast vel í líkamanum og eru því heppiie§
fæða.
í ýmsum kornvörum og jurtafæðu er töluvert af eggja"
livítuefnum. í baunum eru 23%, haframjöli 13% og í byggi
um 11%, en minna í öðrum. í þurrsölvum eru um 13%
eggjahvítuefni, eða svipað og í haframjöli. Notagildi eggja'
livítuefnanna úr jurtaríkinu er miklu minna en dýraeggj3'
hvítu. Sýnir þetta sig bezt í því, að miklu meira magn þart