Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 20
16
Sigurður Jónasson
ANDVARI
andi launakjörum verkafólks, en mikið af öryggismálum
verkalýðsins er ekki lengur neitt ágreiningsmál.
Alþýðuflokkurinn barðist fyrir auknu öryggi verkafólks
á sjó og landi og beitti sér fyrir hvers konar umbótum a
kjörum þess. í tryggingamálum, sem frændþjóðir vorar
liöfðu leyst að mestu eða öllu leyti á undan oss íslend-
ingum, komumst vér ótrúlega langt á skömmum tíma. Slysa-
Iryggingar, sjúkratryggingar, elli- og örorkutryggingar og
ríkisframfærsla sjúkra manna, að því leyli sem tryggingai'
ná ekki til, hafði allt saman mikla þýðingu fyrir öryggi °8
afkomu alþýðu manna. Það er viðurkennt, að Alþýðuflokk-
urinn kom löggjöfinni um tryggingamálin í gegn á Alþing1-
Bygging verkamannabústaða með opinberum stuðningi var
sömuleiðis eitt af þeim málum, sem Alþýðuflokkurinn bai
fram til sigurs. Nú leikur ekki vafi á því, að mikið hetn
á unnizt með löggjöf þeirri, sem flokkurinn kom þannrg
fram, til hagsbóta fyrir verkalýðinn. Á sumu er þó nns-
smíði. Mjög skiptar skoðanir eru um það, hvort ekki haU
verið gengið fulllangt í sumum efnum, eins og t. d. 111
fvrirmælum um fjölda skipverja á skipum.
Þá tók flokkurinn mikinn þátt í baráttu fyrir mannrétt-
indamálum og átti þar um margt frumkvæði. Má þar 1
nefna fátækramálin, kosningarrétt án tillits efnahags, lsekk-
un aldurstakmarks til þess að mega neyta kosningarréttai,
umbætur á réttarfari o. s. frv. _ .
Um hagsmunamál verkalýðsins og mannréttindaniábn
varð flokkurinn að hafa samvinnu við samstarfsflokk sinn
á Alþingi, en það hefir ávallt verið Framsóknarflokkurin11’
að stjórnarskrármálinu undanskildu. Þessir stjórnin
flokkar höfðu í vissum rnálum, svo sem mannréttindaináluin,
skólamálum og að miklu leyti fjármálum, nokkuð svipa
aðstöðu. Alþýða manna til sjávar og sveita hafði þar splllU
áhugamál. f hinurn sérstöku hagsmunamálum sveitato
ins, svo sem landbúnaðarmálum, samgöngumálum, ma
um samvinnufélaganna o. s. frv., veitti Alþýðuflokkurinu
Framsóknarflokknum að málum og fékk þá liðveizlu en