Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 54
50
Jónas Jónsson
andvabi
með „Bókasafn alþýðu“, en hann gaf það út í Kaupmanna-
höfn um aldamótin. Muna margir enn eftir „Þyrnum“ og
„Blástökkum" í hans prýðilega frágangi. En í bili getur
stjórn Þjóðvinafélagsins og Menntamálaráð ekki bætt úr
þessu. Bókband er nú svo gifurlega dýrt, að ekki er viðlit
að blanda því inn í útgáfukostnaðinn, eins og stendur. Það
er m. a. torvelt að fá efni frá útlöndum í þessu slcyni, jafn-
vel þó að kaupendur vildu borga það. Steingrímur Guð-
mundsson mun að vísu gera einhverja tilraun með bókband
í sambandi við eina eða tvær af útgáfubókunum í ár, og
verða þau skilyrði auglýst sérstaklega.
Það verður mjög erfitt fyrir marga af kaupendum hinna
nýju bóka að fá þær bundnar eins og nú er háttað ástæðum
í landinu. En til frambúðar er um að ræða tvenn úrrseði-
Bókbandsiðja er nú stunduð í héraðsskólunum og verður
áreiðanlega aukin samkvæmt breyttri löggjöf frá 1939. Þar að
auki er sennilegt, að bókbandsáhöld verði smíðuð í mörgum
skólum hér á landi og að bókband verði lieimilisiðja víða um
land. Á þann hátt geta dugandi menn með stuðningi hinnar
nýju útgáfu og bókbandskunnáttu heimilanna komið á fói
sjálfstæðum bókasöfnum. Hin nýju heimili þurfa engu síður
að eiga góðar og vel bundnar bækur beldur en húsgögn og
myndir til að styðja menningu þjóðarinnar.
En auk hins eðlilega heimabókbands myndi að öllum lm'
indum óhjákvæmilegt fyrir útgáfustarfsemi Þjóðvinafélags"
ins og Menntamálaráðs að hafa sína eigin vinnustofu með
hentugum vélum til að binda þar fyrir lága borgun bsekui
handa þeim félagsmönnum, sem ekki geta stundað bókband
sjálfir. En að svo stöddu getur útgáfustjórnin ekki sinnt
þessari hlið sérstaldega. Þau úrræði bíða betri tíma, en verður
þó ekki gleymt.
X-
Stjórn Þjóðvinafélagsins og Menntamálaráð hafa ekki séð
ástæðu til að taka ákvarðanir um einstakar bækur vegna
næsta árs og næstu ára, nema að litlu leyti. En útgáfustjórn-