Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 98
94 Baldur Bjarnason ANDVARI gert að sænsku skattlandi. Svíar færðu Finnum rómversk- katólska trú og vestræna menningu. Var það Finnum til ómetanlegs gagns og Svíum og vestrænni menningu er það fyrst og fremst að þakka, að Finnar hafa í öllu komizt langt fram úr frændum sínum við Hvítahaf og efri Volgu, cn þeir voru kristnaðir frá Byzans eins og Rússar og meðtóku eins og þeir grísk-katólsku trú og austræna menn- ingu. Á 13. öld voru mikil átök í Finnlandi milli grísk-katólskra og rómversk-katólskra trúboða og jafnframt reyndu rúss- nesku stórfurstarnir að seilast til valda í Finnlandi. En Rússar voru að lokum algerlega reknir úr landinu, og 1323, er hinn endanlegi friður var saminn, voru ákveðin þau landamæri, sem Finnland hefir að mestu enn í dag, og þar með dregin takmörkin milli grískrar og rómverskrar kat- ólslcu og vestrænnar og austrænnar menningar. Finnskir bændur lifðu síðan í tvær aldir í móðurskauti hinnar rómversku katólsku og nutu mikils góðs af því. Klerkar og munkar siðuðu þjóðina og' færðu henni listir og menningu hinnar alþjóðlegu kirkju, en ekki mynduðust þó finnskar bókmenntir í landinu, því allt, sem var ritað af munkum og klerkum, var á latinu. Finnar lifðu á þessum öldum einangraðir frá öðrum Norð- urlandabúum. Vald Svía i landinu var mjög lítið og þó eink- uin eftir að Svíþjóð varð háð Dönum með Kalmarsamband- inu. Finnsku bændurnir lifðu einangraðir, en frjálsir og engum háðir, nema biskupum sínum og liáklerkum, sem raunverulega stjórnuðu landinu, en vald þeirra var þó ekki meira en svo, að bændurnir héldu jarðeignum að mestu. Finnland var því á þessum öldum frjálst bændaland, og aðall og konungar Dana og Svía létu sig' mál þess litlu skipta, enda litið á það sem afkrók, sem ekki væri þess verður, að um hann væri hirt. Finnland blómgaðist, atvinnuvegirnir tóku miklum framförum, merkur og' skógar voru rudd og ræktuð og velmegun bændanna óx. Finnar tóku engan þátt í styrjöldum Dana og Svía á 15. öld, en hins vegar voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.