Andvari - 01.01.1940, Blaðsíða 71
andvari
Næringarjiörf manna
67
af jurtaeggjahvítu til þess að köfnunarefnisjafnvægi haldist
1 líkamanum, heldur en ef dýraeggjahvítu er neytt.
Sölt Áður hafa verið nefnd hin helztu steinefni eða sölt,
er líkaminn þarfnast. Þessi efni koma fyrir í mismunandi
hlutföllum í allri algengri fæðu og í misjöfnu magni. En
óhætt mun að fullyrða, að hver sá, er neytir fjölbreyttrar,
Mgengrar fæðu, komist ekki hjá því að fá nægju sína af
þessum efnum. Þó er ástæða til að benda á, að mjólkin er
sú fæðutegund, sem er allrar fæðu auðugust að kalksölt-
um og er því augljóst, hversu mikilvæg fæða mjólkin er
fýrir börn, ef beinin eiga að ná góðum þroska. Hins vegar
er mjólkin mjög járnsnauð og 'hættir því börnum, t. d. pela-
börnum, sem nærð eru að heita má eingöngu á mjólk, við
tvi að verða blóðlítil. En járnið er nauðsynlegt hráefni við
úlóðmyndun líkamans. Ýmis dýrafæða: kjöt, lifur, hjörtu,
nýru og blóð (slátur) er járnauðug. Ennfremur spínat, baunir
°g haframjöl úr jurtaríkinu.
Mikið er af fósfórsamböndum i eggjum, osti, hvers konar
Jnjölvöru, kjöti og fiski. Joð er einkum í fiski, en það er
skjaldkirtlinum nauðsynlegt til heilbrigðrar starfsemi.
Bætiefni. A-bætiefnið er uppleysanlegt í fitu og er það
bví einkum i feitum fæðutegundum úr dýraríkinu. Forði af
iJví safnast í lifur dýra, sem lifa á grænfóðri, og má því gera
í'áð fyrir, að talsvert sé af því í kindalifur á haustin. Lýsi
er langsamlega þýðingarmesti A-bætiefnisgjafinn, bæði
þorskalýsi, en þó einkum lúðu- og upsa-lýsi. Smjör, einkum
gróðrarsmjör og smjör úr lcúm, er fá grænfóður (súrhey),
er ágætur A-bætiefnisgjafi, sömuleiðis eggjarauða. Þess má
geta, að broddur er margfalt auðugri að A-bætiefni en önn-
Ur mjólk. A-bætiefnið er ekki alltaf fullgert í fæðunni. For-
stig þess er nefnt karótín og getur líkaminn unnið úr því
iullkomið A-bætiefni. Mjög mikið af þessu efni er í græn-
kúli, spinati, salati, gulrótum og rófum. Fái líkaminn meira
at A-bætiefni en hann þarfnast, safnar hann því í forðabúr,
einkum í lifrinni. A-bætiefnið er allnæmt fyrir háum hita,
ei loft kemst að því. Er því réttast að börða ýmislegt græn-