Andvari - 01.01.1923, Side 20
16
Hannes Hafstein.
[Aíidvarl*
áræði hefur þurft til þess, að standa einn uppi á
fingvallafundinum og mótmæla endurskoðun stjórn-
arskrárinnar, Annars sýnist svo sem einhver tví-
skinnungur hafi verið að koma i menn um þetta
leyti um fylgi við endurskoðunarkröfurnar, eins og
þeirn var haldið fram af Benedikt Sveinssyni, því á
næsta Alþingi eftir þennan Þingvallafund, kemur
»miðlunin« fram fyrir forgöngu ýmsra merkra þing-
manna, svo sem Páls Briem, Jóns Ólafssonar o. fl.,
og henni fylgdi þá forseti Pingvallafundarins, Björn
Jónsson ritstjóri. Hafði miðlunarstefnan nær sigrað»
á þinginu 1889, en fjell eftir það úr sögunni, og end-
urskoðunarstefna Ben. Sv. komst aftur í öndvegið.
Eitt af þeim málum, auk stjórnarskrármálsins, sem
tekið var fyrir á Pingvallafundinum 1888, var kvenfrels-
ismálið. Var H. H. kosinn í nefnd í því ásamt Pjetri
Jónssyni frá Gautlöndum og Skúla Thoroddsen sýslu-
manni, og var samþykt tillaga frá nefndinni um auk-
in rjettindi kvenna: 1. um kjörgengi þeirra í sveita-
og safnaðar-málum, 2. um trygging fjárráða giftra
kvenna, 3. um að gera konum sem auðveldast að afla
sjer mentunar. Allir þessir þrír menn, sem tillöguna
báru frain á Þingvallafundinum, voru jafnan kvenfrels-
ismálunum fylgjandi eflir að þeir fengu sæti á Alþingn
Kl. Jónsson segir, að á stúdentaárunum hafi H. H.
lítið hugsað um stjórnmál; hugur hans hafi þá mest
hneigst að skáldskap og fögrum fræðum. Á fyrstu
árunum eftir að H. H. íluttist heim, segir hann að
verið hafi fjörugt stúdentalíf í Reykjavík og hafi H.
H. átt mikinn þátt í þvi. Á þeim árum orti hann
töluvert, m. a. gamankvæðin og drykkjukvæðin, sem
fyrst komu út í »Söngbók Stúdentafjelagsins«, en
síðan í Ljóðabók hans frá 1916. Safn af Ijóðmælum