Andvari - 01.01.1923, Side 96
92
Fiskirannsóknir 1921—1922.
lAndvari*
hjer alla, nema stuttan kafla síðast, sem er að miklu
leyti hið sama og eg hefi áður sagt frá í skýrslu
minni um klakið við Mývatn (Andv. XXXVIII.).
Saga Stefáns er svona:
»Eg var 6 ára, veturinn 1860, og man vel vetur-
inn og vorið — fellivorið 1859. Ekki var vist neitt
mikill afli í vatninu áratuginn 1850—1860 og óvíst
heldur áratuginn þar á undan, því eg hefði hlotið að
heyra þess getið. Frá árinu 1849 man eg þessa sögu:
Þegar eg var unglingur, heyrði eg konu hjer úr sveit-
inni vera að segja móður minni frá því, að þegar
hún hefði gengið með fyrsta barnið sitt, hefði sig
ekki langað eins mikið i neitt eins og silung, en þá
hefði hvergi fengist branda. Að þetta var árið 1849'
veit eg af því, að barnið, sem konan gekk með þá,
lifir enn og er 72 ára. Ekki bendir þetta á mikinn
afla það ár.
Áratugurinn 1830 — 40 hatði að færa þrjú veiði-
leysisár á Skútustöðum, eftir sögn Hjálmars Helga-
sonar, sem þar var fæddur og uppalinn um 1830. —
Einnig sagði hann, að faðir sinn hefði sagt sjer, aft
eitt sumar hefðu veiðst á Skútustöðum 3 bröndur á
dráttum, og eitt vorið hefði 1 branda dregist á dorg
úr Mývatni. þetta hefir hlolið að vera á árabilinu
frá 1820 —1800. Einnig á sama tímabili mun Gamal-
íel afi minn hafa gert vísuna þessa:
»Settan minn pað særir þrótt.
sveittur bjer að iðka greitt.
Þrettán lágu net í nótt,
neitt eg hefi í þeim veitl«.
Einnig munu þessir vísnaræflar vera frá sama tíma :