Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 98
94
Fiskirannsóknir 1921—1922.
(Andvari.
kringum mig. Hefl eg altaf verið sjónar- og heyrnar-
vottur siðan að öllu því, sem gerst hefir viðvíkjandi
veiði í Mývatni. Eg vona því, að eilthvað megi eftir-
líðin byggja á þvi, sem hjer verður sagt, þótt slult
og ruglingsleg verði frásögnin,
Árið 1864 byrjar fyrirtaks góð veiði í Mjrvatni, og
það vor man eg, að eg dró mínar fyrstu bröndur úr
Vatninu; þótlist víst heldur maður, að verða íyrri til
að draga bröndu heldur en hann bróðir minn, —
5 árum eldri. Þessi veiði, sem þarna byrjar, mátti
heita að stæði óslitið fram að 1874. Mest var hún
1868 og 1869: Þá var það ógnin öll, sem drepið var
og talan víst gífurleg, því engu var þyrmt, smáu nje
stóru. Engar skýrslur eru yfir ársveiði á þeim árum,
en eg man, að við töldum oft saman það sem hóp-
urinn veiddi á dorginni yfir daginn (hann var oft
60—70 manns) og það skifti þúsundum, víst frá einu
upp í 4 — 5 þús., og svo fyrirdráttar aflinn ársins
hring. Á þessum árum man eg að veiddisl á sumrin
í Haganesi og á mörgum íleiri bæjum 1 — 2 þús. á
sólarhring, langan lima fyrri part sumarsins og lag-
nétjaveiði mikil seinni part sumars og vetrartímann
framan af. Mjer er ómögulegt að álíta, að á þessum
áruin suinuni hafi veiði verið innan við 10Ö — 200
þús. og máske meira, ögn mismunandi að vísu, en
altaf góður afli áraluginn út, eða frá 1867 til 1874.
Þá fer veiðinni að hnigna, en þó nokkur veiði til
1880. Þá kemur liitasumar svo mikið, að bæði drepst
vísl töluvert af silungi og líka mikið drepið við upp-
spretturnar, svo að 30 hestburði af honum var far-
ið með í einni lest frá Geiteyjarströnd og Káifaströnd,
eftir því sem Þ. Thoroddsen segir í Ferðabók (1. bd.).
Hjer kemur því næstu árin mikill bláþráður á veið-