Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 171
Andvari.]
Þýsku alþýöuskólarnir nýju.
167
sátu viö aö klippa út kirsiber úr rauðum og svörtum pappir
og líma pau inn í teiknibækurnar sínar. Allar pær, sem
áttu til hnoðgúmmí, purftu að gera úr pví kirsiber, og í
lesbókunum sinum leituöu pær uppi hina skemtilegu sögu
Peters Hebels: »Kirsiberjatréð«. Og pegar börnin sungu:
»Maí er kominn, nú skrýðast skógartré«, pá vissu pau hvaö
pau sungu; pá höfðn þau lifað vor inni í miðju stein-
húsahafinu.
Ótilkvödd færðu börnin mér hrífandi æfintýri og sögur,
fallegar myndir og bréfspjöld, svo að umræðuefni okkar,
vorið, yrði athugað frá öllum hliðum.
Af þessum samanburði geta menn gert sér dálitla hug-
mynd um, hvers konar nýr andi er kominn inn fyrir skóla-
hliðin. Hann krefst algerðrar umbreytingar bæði hið ytra
og innra í skólannm. Margur kennari, sem orðinn er gam-
all og grár í skólahettunni, getur enn ekki felt sig við þetta
sjálfræði og taumleysi barnanna. Nauðugur lætur hann silt
ótakmarkaða einveldi af hendi. Með lítillæti verður hann
nú að draga sig i hlé fyrir smábörnunum; hann á aðeins
að vekja og glæða, en ekki framar að drotna. Með frjálsar
hendur á barniö að starfa í kenslustundinni. Pað spyr, ef
pví er eitthvað óskiljanlegt; hin börnin svara og leiðrétta,
og pá fyrst, ef ekkert undanfæri er, kemur kennarinn til hjálp-
ar. Nú. er liðin hjá sú tíð í eðlisfræðiskenslu, pegar kenn-
arinn stóð við tilraunaborðið og útskýrði fyrirbrigði afl-
fræði og rafmagns með misjafnlega hepnuðum tilraunum.
Úr fábrotnustu efnum, t. d. vindlakassa, smíða drengirnir
sér nú rafmagnssporvagna.
í vinnuskólanum er pví námið ekki framar eingöngu
fólgið í bóklærðum reglum, ártölum og lögmálum. Mentun
er vit og pekking. Ef hugtak getur orðið manni ljóst og
lifandi af eigin reynslu og starfi, hvort sem það er að
teikna eða mála, saga eða hefla, pappa- eða málmsmíði, eða
af áhrifum orða, mynda eða sönglistar, pá, en ekki fyr, er
pað orðið manns eigin eign í raun og sannleika.
Pessu sambandi andlegrar og verklegrar starfsemi fylgir
að námsgreinirnar geta ekki nú eins og áður runnið hver
sína braut, án pess að hafa nokkuð saman að sælda.
Blandin kensla — það er krafa vinnuskólanna.
11