Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 6
Hugleiðingar um .stjórnarmálið.
hún legði árar í bát, þegar einhver vandræði bar að
höndum, og hún var nógu dugmikil til þess að ráða
heklur fram úr þeim á hagkvæman hátt.
Allopt var róstusamt í landinu á þessari frelsis-
öld, og fór það að vonum, þar sem svo miklir kjark-
menn áttu hlut að, en yfirstjórn var engin í landinu
tilað setja niður deilur með höfðingjunum, sem eng-
um voru háðir. Lengi var frelsisástin og ættjarðar-
ástin svo rík hjá öllum þorra manna, að deilur þess-
ar og styrjaldir urðu þjóðfjelaginu að engum veru-
legum baga ; en sú tíð kom þó, að þessar dyggðir
dofnuðu svo hjá allmörgum, er áttu mikið undir sjer,
að þeim tók að þykja meiri frami að því, að þjóna
útlendum höfðingjum enn ættjörðinni, tóku að meta
meira eigingjarnan stundarhagnað og þýðingarlaus-
ar nafnbætur enn frelsi þjóðar sinnar. Afleiðingin
afþessu varð sú, að landið gekk undir útlendan kon-
ung, en áskildi sjer þó, að hafa sín lög og stjórn og
dóma fyrir sig.
í full 600 ár hefir landið síðan staðið undir út-
lendri stjórn. Og hvert er þá orðið okkar starf
þessi sex hundruð sumur ? Hefir landið og hagur
þjóðarinnar blómgazt á þessu tímabili ? Hefir at-
vinnuvegunum, búnaði, iðnaði, sjóferðum, verzlun o.
s. frv. farið fram í nokkra líking við það, sem átt
hefir sjer stað í öðrum löndum, er liggja í nánd við
oss ? Fjarri fer því. Oll nágrannalönd vor hafa
tekið ákaflega miklum framforum í flestum greinum
á þessu tímabili; vjer aptur í móti stöndum nú í flestu
langt að baki forfeðrum vorum, sem uppi voru fyrir
600 árum. Land vort hefir eitt sjer sokkið niður í
vesaldóm og volæði, þar sem hin löndin öll, sem í
nánd liggja, hafa hafið sig á allhátt framfarastig.
Eptir að landið kom undir útlenda stjórn fór því
jafnt og stöðugt hnignandi. í byrjunni tóku þó lands-