Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 13
Hu”leiómgar ura stjórnarmálið.
9
ing vor einatt kynlega fyrir sjónir, að hann sje lengi
að átta sig á málunum og geti jafnvel aldrei áttað
sig fullkomlega á sumum þeirra. Af þessu leiðir,
að þingmenn vorir verða í hvert sinn að fara svo
heim af alþingi, þó leiðinlegt sje, að þeir vita ekki
hvort nokkur eða enginn árangur verði af þingstörf-
um þeirra, hvort nolckurt eða ekki neitt af lagaboð-
um þeim, er samin hafa verið á þinginu, verði sam-
þykkt. Og svo verður þjóðin að bíða milli vonar
og ótta mánuð eptir mánuð, og jafnvel misseri ept-
ir misseri eptir því, að lögin annaðhvort verði stað-
fest, eða þeim synjað um staðfestingu. þ>essi fráleita
bið er til hins mesta niðurdreps fyrir allt þjóðfjelags-
Hf í landinu. J>egar svo loksins seint og síðarmeir,
eptir langsaman tíning og reiting fleiri eða færri af
lagafrumvörpum alþingis eru komin aptur undir-
skrifuð af konungi og ráðgjafa, þá fá menn að heyra,
að þau og þau lagafrumvörp geti eigi fengið stað-
festing, af því ráðgjafinn hafi skilið þau svo og svo,
jafnvel þótt engum þingmanni, og ekki sjálfum er-
indsreka ráðgjafans á alþingi, landshöfðingjanum,
kæmi í hug eða hjarta, að sá skilningur lægi í frum-
vörpunuml).
. Að ætlun vorri er enginn galli á stjórnarskrá
vorri eins tilfinnanlegur eins og þessi, og hefði hann
eigi verið, mundum vjer hafa getað verið nokkurn
veginn ánægðir með hana. J>essi langi dráttur og
vafningur í afgreiðslu málanna, þessi vafi, og ef til
vill misskilningur, milli þingsins, er semur lögin af
þjóðarinnar hálfu, og stjórnarherrans, er, eins og vjer
áður drápum á, til eyðileggingar voru þjóðfjelagslífi.
’) Af lagafrumvörpum alþingis 1875 var einu synjað um samþykki,
en þremur af frumvörpum þingsins 1877. Efþetta töluhlaup held-
ur afram, verður ekki.langt þangað til að öllum þingsfrumvörp-
nm verður hafnað.