Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 15
Huglciðingar um stjórnarmálið.
11
þegar stjómarskráin var í tilbúningi lögðu sum-
ir það til, að konungur skipaði hjer á landi fulltrúa
sinn, er heita skyldi jarl hans, og skyldi jarl þessi
staðfesta lögin fyrir hönd konungs og útkljá þau
mál önnur, er undir konung þurfa að koma. Jarl
þessi skyldi svo aptur hafa undir sjer einn eða fieiri
stjórnarherra með ábyrgð, er staðfestu lögin með
honum og stæðu fyrir stjómarábyrgð landsins. J>essi
tilhögun virðist oss vera of kostnaðarsöm og marg-
brotin; en þar að auki er liún mótstæðileg hugsun-
arhætti þjóðar vorrar, sem hvorki áður nje síðar
hefir óskað þess, að hafa konung eða jarl í landinu,
heldur að landsstjórn öll væri sem einföldust og sem
mest í líking við það, sem að fornu var, þegar land-
ið var i mestum uppgangi. Vilji konungur á annað
borð hafa hjer fulltrúa sinn til að staðfesta lögin o.
s. frv., þá virðist oss sem engin skynsamleg ástæða
geti reyndar verið rrióti því, að þessi trúnaðarmað-
ur konungs sje landshöfðingi eða stjórnarherra hjer
á landi, og að ekki nýtt embætti þurfi að stofna í
þessu skyni. En geti honum eigi orðið trúað fyrir
þessu, þá er eigi frágangssök, að landshöfðinginn
{stjórnarherrann í Reykjavík) færi á konungsfund,
jafnslcjótt sem alþingi er slitið í hvert skipti, til að
leita staðfestingar konungs á lagafrumvörpum þings-
ins. f>etta mundi eigi þurfa að taka upp mjög lang-
an tíma, því landshöfðinginn, sem setið hefir á þing-
inu, þekkir málin út í æsar og hefir sjer þá fast í
huga allar umræður um hvert einstakt atriði þeirra ;
hann hlýtur að vera margfalt hæfari til að skýra
konungi frá öllu, er að málunum lýtur, heldur en
nokkur von er til, að ráðgjafi sá, sem alla tið situr
í Danmörku, nokkru sinni geti orðið.
í öðrum löndum er það almenn regla, að lög-
g]afarþingin eru haldin á vetrum, þeim tíma ársins,