Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 17
Hugleiðingar um stjórnarmálið.
13
fyrir sig. Með þessari tilhögun verður löggjöf og
stjórn landsins Qörmeiri og frjálslegri, enda getur
þá þingið litið betur eptir, hvernig landstjórnin fer
fram, og fyrri tekið í taumana, ef eitthvað fer öðru-
vísi en æskilegt þykir. 'þ>ingmenn fá nægan tíma
til að íhuga þingmálin, sem þá safnast færri fyrir,
og ráða þeim til lykta. Eins eiga flestir þingmenn
úr hjeruðum landsins hægra með að vera að heim-
an skemmri tíma hvert sumar, heldur en mestallt
sumaiið annaðhvort ár. Yrði sú gamla og góða
regla tekin upp aptur, að halda alþingi á hverju
sumri, þá er líklegt að rjettara væri að taka jafn-
framt upp þá reglu, að kjósa alþingismenn til styttri
tíma heldur en nú standa lög til, svo sem til fjög-
urra ára.
Hið eina, sem vjer þykjumst geta sjeð á móti
þessari breytingu, er það, að þingið mundi kosta
nolckru meira en nú; en vjer álítum, að þeirn kostn-
aðarauka væri vel varið, og að hann yrði alis ekki
tilfinnanlegur. þ»að er mjög gott og hyggilegt fyr-
ir þjóðfjelagið, eins og hvern einstakan mann, að
spara allan óþarfan kostnað, en sparsemin má eigi
ganga svo langt, að menn sjái eptir að leggja nægi-
legt fje til þarflegustu stofnana, svo sem menn hafa
föng til. J>ó einhverjir kunni að gefast þeir, sem
álíta, að löggjafarþing, landstjórn og í stuttu máli
öll þjóðfjelagsskipun sje til einskis gagns en eintóms
kostnaðar, þá er vonandi, að þeir sjeu eigi margir.
Eptir hugmyndum slíkra manna færi bezt, að þjóð-
m hefði engan innbyrðis fjelagskap, heldur lifði eins
°§f hver önnur villiþjóð. Allur þorri manna veit og
skilur, hvern dýrgrip vjer eigum þar sem alþingi
er> ef vjer kunnum með að fara, ltunnum að færa
oss það sem bezt í nyt, en það gerum vjer meðal
nnnars með því, að senda þangað vora beztu og