Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 28
24
Brjef frá Norvegí.
af nyrztu bæjum í Norvegi, á hann stórkostlega
gufubræðsluvjel, ogþar heldur hann til annað veifið.
Einnig stofnsetti hann þar fyrir nokkrum árum verk-
vjelahús til að búa til áburð úr sjófangsraski (guano-
fabrik). Kvaðst hann hafa reist þá stofnun eptir
hollenzkri fyrirmynd og lagt út til þess 60,000 kr.,
en nú væri það gjörsamlega niður rifið og annað
hagfelldara og betra sett í staðinn. — fessir menn
horfa ekki í skildinginn til að gjöra vel úr garði!—-
|>ar nálægt heimili sínu hafði Svend Foyn — hann
býr ekki í sjálfum bænum Túnsbergi, heldur hinu-
megin við íjörðinn rjett á móti — bæði gufubræðslu
og eldbræðslu á selspiki. Lágu honum ekki vel orð
til gufubræðslunnar að öðru leyti en því, að hún gæfi
betra lýsi.
Frá Vallö hjelt jeg hingað til Stafangurs. í
þeim bæ eru liðug 20,000 ibúa, og hefir hann gott
orð á sjer fyrir ýmislegt. Hjer eru landskostir góð-
ir til sveita, og sveitavörur því optast ódýrari hjer,
en í öðrum hinum stærri bæjum í Norvegi sunnan-
verðum. Og það eru annars líka ýmsar aðrar vör-
ur er ganga kaupum og sölum, því hjer er húsaleiga
minni, að sögn, en jafnaðarlega gjörist í bæjum,
og vinnulaun lægri. Stafangursbúar hafa líka orð á
sjer fyrir að vera greiðugir og drjúghentir, þegar
um einhver opinber fyrirtæki er að ræða. f>ar á
meðal kvað hafa verið stofnaður, mest af þeirra ramm-
leik, skóli fyrir trúarboða, sem hjer er, eða mennt-
unarstofnun til að hertýgja með andlegum fræðum
menn þá, er Norðmenn senda út í hin heiðnu lönd
til að kristna þau. Nú eru á skóla þessum i2Íæri-
sveinar.
Fljer hefi jeg kynnzt við nokkra menn vinveitta
íslendingum, þar á meðal kaupmann er Figved heitir.
Bauð hann mjer heim til sin og ljet mig borða með