Andvari - 01.01.1879, Side 49
Brjef frá Norvegi.
45
siglt er beitivind. Tveir trjehólkar eru settir á segl-
bandið á framjaðrinum, með nolckru millibili, í þeim
spotti, hann stagaður ofan í hnífið svo jaðarinn
á seglinu er þannig festur í það; í þessa hólka er
skautið lílca dregið þegar rifað er, en að aptan eru
aðeins lykkjur á jaðrinum til þess. í miðju segli
að breiddinni til er kaðalhnezla með trjespelk; í
neðri enda hans spotti, er liggur niður í bátinn;
þessi útbúnaður er bæði í jaðrinum að neðan, og
líka við efra rif. Er þetta haft til að draga poka
úr seglinu, þegar siglt er, til að hafa vald á því, ef
hleypt er vindi úr apturhorni, og svo jafnframt
brúkað sem rif, þegar byggja þarf af. Til að halda
seglránni að mastrinu, þegar ekki er í fullu trje, er
hólkur með langspelkum og hnöttóttum trjekubbum
á snæri á milli þeirra, til þess að liðugt gangi ept-
ir mastrinu; fylgir sá hólkur ætíð eptir seglinu, og
er hnýttur við rána um leið og dragreipið er bund-
ið á. þ»essi útbúnaður er nú samt elcki brúkaður nema
þegar hvast er, og þá er hnýtt hinum endanum á
dragreipinu í snærishnezlu á þessum hólki, er verð-
ur nokkurskonar niðurhalari, liggur þá lykkjan á
dragreipinu niður í skipið en báðir endar upp. Sá
sem stýrir, heldur vanalega aptur skautinu þegar
hvasst er, og hleypir úr því þegar með þarf, en þá
hefir annar vald á þeim kaðalenda, er kemur frá
hnezlunni í miðju segli, svo það er að eins aptur-
jaðarinn, sem missir vindinn, nema meira þurfi.
Nýlega eru Sunnmæringar farnir að breyta til
um siglingu sína og setja latín-segl á bátana, er
J0? sá á fáeinum þar. pá stendur mastrið við and-
ófsþóptu og er höfð sjerstök foklca. Seglið sjálft er
svipað að ofan og hitt (ráseglið), að eins er ráin lít-
eitt lengri og stendur meira á ská. Hjer um bil
Þriðjungur af henni (ránni) er framan við mastrið,