Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 53
Brjef frá Norvegi.
49
ríður undir framstafninn, þá verður höggið ljettara,
eins og líka hið hallfleytta lag á kinnungnum að
framan tekur linara á móti en flöt trjónulot, og gjör-
ir sitt til, að skipið höggvi ekki þungt. þ>ó jeg sje
mótfallinn trjónulotunum, þá er það ekki svo að skilja,
að jeg aðhyllist lotalaus för; dálítið framlot, lítið en
jafnt bogadregin neðan frá kjöl og upp úr, þykja
mjer bezt og fjelegust. — Innanbyggingin á vorum
bátum virðist mjer í alla staði betri en hjá Norð-
mönnum; að böndin sjeu fleiri en grennri verður
betra fyrir byrðinginn og styrkleika farsins, og að
hnoða hvern nagla — sem hægt er að hnoða — í öll-
um böndum, eins og nú tíðkast víða á Norðurlandi,
ætti að vera almennt, því það er langt um tryggv-
ara; en rekseymingin og böndin mega þá vera
grennri, án þess styrkleikurinn minnki við það, enda
ljetu Norðmenn vel yfir þeim byggingarmáta og
hældu honum í alla staði. Að trjeseyma böndin er
að sönnu í alla staði gott á öllum stærri skipum,
þegar sterkleiki bandanna leyfir slíkt; en trjeseym-
ing á byrðingnum, eins og haft er sunnan til í Nor-
vegi, getur maður í engu tilliti mælt með; allar súð-
ir að utan voru lika kíttaðar á þeim bátum, og I það
kitti brúkað hrátjara og „ menja “, er sagt var, að
hjeldi sjer vel. — Hvergi sá jeg bita nje bitakistu í
bátum í Norvegi, en sá limur í innanbyggingunni
hjá oss er bæði til þægðar og styrktar, og ætti því
elcki að útslcúfast. Hvað innanbygginguna að öðru
leyti snertir, þá ættu menn að hafa það hugfast, að
það re^mir minna skipin þegar þau þurfa að erfiða
hlaðin í sjó, að nokkuð af farminum sje í miðju skipi;
Þyngslin í endunum þrýsta niður en flotkrapturinn
um miðjuna—og þar er hann vanalega mestur á för-
um heldur upp; er því þetta skiljanlegt. Mætti því
álíta æskilegt, að hafa umbúnað í miðskipi fyrir
Andvari V. 4