Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 66
62
Brjcf frá Norvegi.
brúnt 45 kr. og brúnt 40 kr. En aðgætandi er, að
ílátið er með í kaupinu, og meðalalýsistunnan er
dýrust, því hún er gjörð úr járnþynnu, og utan um
hana þarf svo aptur aðra úr trje.
Mjer virtist á öllu við bræðsluverk þetta, að
óþarflega mikið væri lagt í kostnaðinn, enda heyrði
jeg það á mörgum, að fjárhagur Devalds væri þröng-
ur þessa vegna, en hann þó talinn hinn framkvæmd-
arsamasti maður og sá, er mest og bezt hefði unn-
ið að framförum í þessari grein, undir eins og hann
hefði fulllcomnasta þekkingu á öllu því, er að bræðsl-
unni lýtur. Hann hafði byrjað gufubræðslu fyrir 27
árum síðan, og hjá honum hafa flestir aðrir, er kom-
ið hafa upp gufubræðslu hjá sjer, fengið tilsögn, sem
hann af góðvild við náungann og föðurlandsást hef-
ur verið fúsari á að láta í tje en flestir aðrir. •—■ í
þessu aðal-bræðsluhúsi er rúmgott herbergi fyrir
bræðslufólkið, með ofni; búr og eldhús með elda-
vjel; og svo herbergi fyrir húsbóndann sjálfan með
öllum nauðsynlegum húsgögnum. Auk þessa voru
3 önnur hús, er Devald átti þar við sjóinn; eitt í-
veruhús til að leigja sjómönnum, stórt geymsluhús
fyrir lýsið og annað fleira, bræðsluhús annað til með
8 innmúruðum pottum til eldbræðslu, er tóku viðlíka
og pottarnir í hinu húsinu. Bræddi hann þar alla
samfengna lifur: úr hákarli, löngu, skötu, keilu o.fl.
Allt þetta sagði hann að hefði kostað sig 28000 kr.
og þar á meðal hver af gufubræðslupottunum 480 kr.
þrjár tunnur af kolum kvaðst hann þurfa undir gufu-
ketilinn um sólarhringinn, en hann væri of lítill til
að bræða með í öllum pottunum í einu, og hann
sagði, að þess þyrfti líka sjaldan með, lifrin kæmi
ekki svo ört.
Devald hefir engan sjávarútveg sjálfur, en kaup-
ir lifrina að fiskimönnum. Borgaði hann í fyrra 28